Það segja það allir að síðustu vikur skiptinámsins séu bestar og æðislegastar ... ó já ég er sko að komast að því. Skrítið að útskýra þetta en sumir dagar eru bara svo frábærir, og allt er svo breytt frá því ég kom hingað fyrst, nú á ég fjölskyldu sem ég elska og vini! (það var mjög skrítið að vera vinalaus fyrstu vikurnar, mæli ekkert sérstaklega með því) bæði frá Ecuador og hinum ýmsu löndum!
Það er pirrandi staðreynd að það styttist óðum í heimför, er auðvitað spennt fyrir að hitta alllt fólkið, fjölskyldu og vini en samt ... ég vil bara ekkert koma heim. Hjartað byrjar að slá hraðar í hvert einasta skipti sem fólk byrjar að tala um hvað það sé stutt eftir, enda segja það allir að fara út sem skiptinemi er erfitt en samt ekkert í líkingu við það að koma heim! Þannig erfiðasti parturinn er sem sagt ennþá eftir ?
En Guð hvað ég hlakka til að borða matinn heima!! Ég þrái kókómjólk meira en allt annað + lambalæri hjá ömmu. Ætla að fara að skrifa lista yfir allt sem ég ætla að borða þegar ég kem heim. Ég er ekki í lagi.
Það er nýr fjölskyldumeðlimur kominn á heimilið! Ég er búin að eignast systur, ég er í skýjunum. Foreldrar mínir geta sem sagt ekki eignast börn, sorglegt þar sem þau hafa svo mikla ást og umhyggju að gefa. Þau eru búin að reyna að ættleiða í 3 ár en ekkert virtist vera að ganga eftir. En svo allt í einu, á mánudaginn, eftir hádegi var hringt í þau og sagt að þau væru með litla nýfædda stelpu sem vantaði heimili og ef þau vildu hana yrðu þau að koma NÚNA að ná í hana. Monica fór auðvitað beint að ná í prinsessuna, keypti bleyjur og þrjár samfellur á leiðinni. Þetta allt gerðist mánudaginn 7. maí. Þennan sama dag kom ég heim frá Galapagos eyjum, það var enginn heima um daginn þannig ég tók uppúr töskunni og allt þetta leiðinlega en svo leiddist mér svo mikið að ég ákvað að fara að heimssækja Charlie, vin minn. Ég hafði smá samviskubit að fara út þegar ég var svona nýkomin heim en ég hringdi í þau og það var auðvitað ekkert mál. Ég kom heim um 11 leytið, með rósir í höndunum sem vinur minn hafði gefið mér, spennt fyrir að hitta foreldra mína og segja þeim frá Galapagos. En þegar ég kom heim var allt svo skrýtið, ég sýndi Monicu rósirnar og byrjaði eitthvað að tala um Galapagos en hún var svo annars hugar að það var ómögurlegt að halda uppi samræðum. Ég bað þó um vasa fyrir rósirnar en hún rétti mér djúskönnu. Ég bara mhmmm spes. Hún fór svo strax inní herbergið sitt og skellti hurðinni í andlitið á mér. Ég var bara í sjokki, ég hlaut að hafa gert eitthvað að mér en ég var ekki að fatta hvað ég hafði gert rangt. Ég fór bara inn í herbergi og 2 mínútum seinna, bankaði Monica á hurðina mína og bara "Stefanía, geturu komið hingað aðeins?" Hjartað í mér var á fullu, ég var ekki að skilja útaf hverju allt var svona skrítið, en allt meikaði sense þegar host mamma mín sagði "Við viljum kynna þig fyrir einhverjum", hún var ekki búin að opna hurðina þegar hún sagði þetta en ég fattaði þá hvað var að gerast. Og þarna var hún, pínulítil, nýfædd og falleg. Þau voru eiginlega bara í sjokki foreldrar mínir, allt hafði gerst svo hratt og enginn fyrirvari! Ótrúlegt! Prinsessan fékk nafnið Danna Isabella, sem mér persónulega finnst rosalega fallegt. Núna er mikil hamingja á heimilinu og ég hef eignast litla systur! Ég mun dekra hana, það er á hreinu. Mér þótti rosalega vænt um það þegar Monica sagði: "Núna eigum við tvær dætur, ein sem okkur var færð með flugvél og aðra sem var færð okkur af engli".
Það er nýr fjölskyldumeðlimur kominn á heimilið! Ég er búin að eignast systur, ég er í skýjunum. Foreldrar mínir geta sem sagt ekki eignast börn, sorglegt þar sem þau hafa svo mikla ást og umhyggju að gefa. Þau eru búin að reyna að ættleiða í 3 ár en ekkert virtist vera að ganga eftir. En svo allt í einu, á mánudaginn, eftir hádegi var hringt í þau og sagt að þau væru með litla nýfædda stelpu sem vantaði heimili og ef þau vildu hana yrðu þau að koma NÚNA að ná í hana. Monica fór auðvitað beint að ná í prinsessuna, keypti bleyjur og þrjár samfellur á leiðinni. Þetta allt gerðist mánudaginn 7. maí. Þennan sama dag kom ég heim frá Galapagos eyjum, það var enginn heima um daginn þannig ég tók uppúr töskunni og allt þetta leiðinlega en svo leiddist mér svo mikið að ég ákvað að fara að heimssækja Charlie, vin minn. Ég hafði smá samviskubit að fara út þegar ég var svona nýkomin heim en ég hringdi í þau og það var auðvitað ekkert mál. Ég kom heim um 11 leytið, með rósir í höndunum sem vinur minn hafði gefið mér, spennt fyrir að hitta foreldra mína og segja þeim frá Galapagos. En þegar ég kom heim var allt svo skrýtið, ég sýndi Monicu rósirnar og byrjaði eitthvað að tala um Galapagos en hún var svo annars hugar að það var ómögurlegt að halda uppi samræðum. Ég bað þó um vasa fyrir rósirnar en hún rétti mér djúskönnu. Ég bara mhmmm spes. Hún fór svo strax inní herbergið sitt og skellti hurðinni í andlitið á mér. Ég var bara í sjokki, ég hlaut að hafa gert eitthvað að mér en ég var ekki að fatta hvað ég hafði gert rangt. Ég fór bara inn í herbergi og 2 mínútum seinna, bankaði Monica á hurðina mína og bara "Stefanía, geturu komið hingað aðeins?" Hjartað í mér var á fullu, ég var ekki að skilja útaf hverju allt var svona skrítið, en allt meikaði sense þegar host mamma mín sagði "Við viljum kynna þig fyrir einhverjum", hún var ekki búin að opna hurðina þegar hún sagði þetta en ég fattaði þá hvað var að gerast. Og þarna var hún, pínulítil, nýfædd og falleg. Þau voru eiginlega bara í sjokki foreldrar mínir, allt hafði gerst svo hratt og enginn fyrirvari! Ótrúlegt! Prinsessan fékk nafnið Danna Isabella, sem mér persónulega finnst rosalega fallegt. Núna er mikil hamingja á heimilinu og ég hef eignast litla systur! Ég mun dekra hana, það er á hreinu. Mér þótti rosalega vænt um það þegar Monica sagði: "Núna eigum við tvær dætur, ein sem okkur var færð með flugvél og aðra sem var færð okkur af engli".
So far, gengur allt rosa vel með Isabellu, engin smá breyting en þetta er allt til hins góða og þetta mun hvetja mig rosalega til að heimssækja Ecuador aftur eins fljótt og ég get og eins oft og ég get. Monica er búin að taka eftir því að Isabella er strax orðin von þess að hafa loftkælinguna í gangi, og róast þegar vindurinn blæs á hana, hún fílar kuldann. Þannig er búið að ákveða að senda hana til Íslands í skiptinám haha :) En það er æðislegt að sjá hamingjuna sem skín úr augunum á Monicu og Ramiro, þau eiga þetta svo skilið.
Langt síðan að ég bloggaði síðast! Það þýðir bara að ég hef haft eitthvað skemmtilegt að gera, en þá er svo erfitt að blogga en jæja ég ætla þó að gera tilraun til ágæts bloggs.
MONTANITA:
Fimmtudaginn 29.mars héldum við skiptinemarnir til Montañita, fjölskyldan hennar Emmu á hótel í Montañita og í tilefni afmælishennar sem var í sömu viku ákváðum við skiptinemarnir í Guayaquil að skella okkur saman. Ég er nokkuð viss um að ég hafi nefnt party bæinn Montanita ófáum sinnum í blogginu mínu, en allavegana þarna kemur fólk allstaðar að til að skemmta sér! Stemningin þarna er ótrúleg! + ströndin er æði. Ekvadorbúarnir spurja alltaf "Ertu búin að fara til Montanita??" enda er bara ekkert betra en Montanita greinilega, þó að flestir krakkar á mínum aldri héðan meiga ekki einu sinni fara þangað. Til að gera langa sögu stutta var þessi ferð æði! Við tókum rútu á staðinn og vorum komin um rúmlega átta, við komum okkur fyrir á hótelinu en löbbuðum svo um bæinn, fengum okkur að borða, fengum okkur kokteila, fórum uppá hótel og spiluðum leiki en fórum svo aftur í bæinn og dönsuðum fram á rauða nótt, það var sjúkt gaman! Já, við hittum einmitt fleiri skiptinema bara alveg fyrir tilviljun í Montanita, þannig þau bættust í hópinn okkar. Lögmál aðdráttaraflsins (the secret) var sannað þetta kvöld; Í Montanita er mikið af rafmagnslínum og alltaf á kvöldin sitja flugar í hundraðatali á þeim, ótrúlega sætt en að standa undir svona línu er ekki sniðugt því þeir nátturulega drita á fullu. Ég var ekkert að búin að taka eftir þessu og stóð undir svona línu þangað til Sofie var bara "Stefania, þetta er hræðileg staðsetning". Restina af kvöldinu passaði ég mig rosalega á þessu og var alltaf að færa mig (enda eru þessar línur útum allt, mjög erfitt að standa ekki undir einni). Svo rétt áður en við fórum upp á hótel var ég að tala við Henry og ég lít upp og ég bara "Nei, við verðum að færa okkur" og akkurat þegar við vorum komin á hinn staðinn skeit fugl á nýja hvíta bolinn minn, það var ekki gaman.
Daginn eftir, sem sagt Föstudaginn vöknuðum við um hádegi og skelltum okkur á ströndina og eyddum deginum þar. Það var eitthvað svona dæmi í sjónum sem ég man bara ekki hvað heitir á neinu tungumáli, en það er þannig að sjórinn snýst í hringi á ákveðnum stað og togar í þann sem er að synda, mjög hættulegt. Einn þýskur skiptinemi drukknaði næstum, hann var fastur í svona dæmi, en sem betur fer var honum bjargað. Við fórum öll svo upp á hótel og gerðum okkur til fyrir kvöldið og fórum svo út að borða á pizza stað. Það var miklu meira fólk á föstudagskvöldinu heldur en fimmtudagskvöldinu í Montantia en skiptinema hópurinn splittaðist upp þannig það var ekki eins gaman eins og kvöldið áður. Ég og Henry týndum öllum hinum, og hittum svo einhvern Dana sem var týndur líka en hann var fínn en ég er búin að komast að því að ég get EKKI talað dönsku, kemur bara spænska. En það var auðvitað mikið dansað þetta kvöld. Daginn eftir, um 3 leytið fór ég heim með tveimur öðrum skiptinemum en rest varð eftir í Montanita. Laugardagskvöldið fór ég heim til Antonio með nokkrum vinum að horfa á mynd. En Sunnudeginum eyddi ég veik...man ekki hvað var að mér en það var ekki ánægjulegt.
Ég man ekki hvað ég gerði í vikunni á eftir, ég eyddi ófáum dögum uppí rúmi og endaði svo á pensilíni, fór í bíó á The Hungergames með Sofie og Melissu en svo kom blessaða PÁSKAHELGIN eða Semana Santa. Mamma góða var búin að senda mér páskaegg sem veitti mér mikla hamingju. Þessa helgi fór ég samt með fjölskyldunni á ströndina, það var mjög nice. Ramiro nennti aldrei á ströndina, var bara í húsinu þannig ég og Monica höfðum það bara kósý og við prófuðum að fara á nýja strönd þar sem það var næstum því enginn, rosa kósý. Ég hitti svo Melissu vinkonu mína á Laugardagskvöldið og við fórum í eitthvað party sem var líka mjög nice. Páskarnir voru frekar svona ... lala, vantaði alveg einhvern góðan páskamat og annað páskaegg því mitt kláraðist svo fljótt og ég sá ekkert páskaskraut! Agalegt!
Helgin: 14. - 15. apríl var þannig að ég fór með Ramiro og Sofie í mallið til að kaupa flugmiða til Galapagos! Það var ... dýrt. Við fórum líka í bíó, náðum svo í mömmu mína í skólann og fórum út að borða. Við fórum í svona rosalega suður-amerískt hverfi í borginni þar sem allt er fullt af salsa skemmtistöðum og veitingastaðirnir líta ekkert rosalega vel út en maturinn er æði, lifandi tónlist og fólk að dansa. Mjög skemmtilegt. Við borðum krabbakjöt. GUÐ MINN GÓÐUR, hvað það var gott!! Í einhverri svona hvítlauksósu! Þetta fór á listann minn yfir topp 5 bestu máltíðirnar sem ég hef fengið. Samt svoldið subbulegt að rífa labbirnar af krabbanum og svo nota hamarinn, en erfiðið er þess virði. Tekur samt svona 3 klukkutíma að borða krabbakjöt. Eftir það skutluðum við Sofie heim, en ég fór að hitta Charlie. Ég talaði um hann í seinasta bloggi, en ef þið munið ekki þá var það hann sem átti systurina sem bjó á Íslandi 2008-09 með manninum sínum, og það var einmitt hann sem að við fórum óvænt að kveðja á flugvellinum þegar hann fór til Argentínu. Já, hann sem sagt er kominn heim frá Argentínu og við fórum heim til systur hans sem býr í Samborondon, s.s ekkert það langt frá mér. Ég kann svakalega vel við systur hans sem heitir Tama og mann hennar sem heitir Ricardo. Það voru kokteilar í boði hjá þeim og þau sýndu mér myndir af því þegar þau áttu heima á Íslandi og við ræddum um íslenskan mat og bara allt svoleiðis, mjög skemmtilegt að tala við þau og sýna Charlie myndir af landinu. Og við ákváðum það öll að búa til kleinur saman bráðum, þar sem þau elska kleinur. Seinna um kvöldið komu fleiri fjölskyldu meðlimir í heimsókn þannig það var rosa gaman að hitta þau öll, öll svakalega nice.
Daginn eftir, sem sagt sunnudaginn fórum ég og Monica aftur í mallið útaf ég hafði gleymt að taka vegabréfið mitt með mér daginn áður til að klára að bóka Galapagos ferðina. Við fengum okkur svo að borða og fórum inn í einhverja svona snyrtivörubúð og ég sá svo fallegt skartgripaskrín, frekar stórt og ótrúlega sætt og ég sagði við Monicu að mér þætti það flott, ég hugsaði út í það að kaupa það en svo var ég bara neee...ég er aldrei að fara að koma þessu heim í ferðatöskuna. Þegar við vorum komin út úr búðinni þá réttir Monica mér stóran poka og skrínið sem mig langaði svo mikið í var í honum! Monica er æði. Eftir þetta fórum við bara heim, Charlie kom svo til mín og við fórum út að borða með mömmu hans og frænda hans, ég fékk loksins almennilegt kjöt (og varð ekki veik eftir á!) og þau voru sjúklega almennileg við mig, reyndar bara eins og flest allir.
Mánudaginn 16. apríl byrjaði ég svo aftur í skólanum...ég var sem sagt búin að vera í sumarfríi frá því 20. desember eða eitthvað svoleiðis. 4 mánuðir í sumarfrí! Sem var helvíti næs en ég var samt alveg tilbúin að byrja í skólanum aftur til að hitta krakkana og tala meiri spænsku og svona. Það var samt alveg bittersweet að byrja í skólanum, erfitt að vakna svona snemma eftir svona langa pásu en það er nú lítið eftir þannig :) Á Þriðjudeginum var mér svo boðið í afmæli hjá Tömu, systur Charlie, ég held að hún hafi verið að verða 27 ára ef ég man rétt. Þar var öll fjölskyldan saman komin, einhverja hafði ég hitt áður en samt voru margir sem ég hafði ekkert séð. Amma hans og afi elskuðu mig en bróðir hans ákvað að grilla mig í endann....sem var ekki skemmtilegt, ég var bara jörð, gleyptu mig! en þetta var nú þó rosa gott kvöld.
Helgina eftir .... (já ég man bara hvað ég geri um helgar) á föstudeginum fórum ég, Charlie, Jean Pierre og Sofie heim til eins vinar Charlie þar sem fleiri vinir voru samankomnir og við horfðum á mynd, en svo fór Sofie en ég og Charlie fórum á McDonalds. Daginn eftir vaknaði ég og mér leið hræðilega, ég var greinilega komin með streptukokka/streftukokka? ég hef alveg fengið það heima líka en þetta var hræðilegt! Ég gat varla andað, þannig ég fór með Ramiro til læknis og það þurfti að stinga svona spítu upp í mig, sem er ein af mínum martröðum en Ramiro hélt í hendina á mér haha, krútt. Allur þessi laugardagur fór í það að vera veik heima og taka sýklalyf, frekar ömurlegt. En strax á sunnudaginn leið mér betur og ég og Ramiro fórum eitthvað að stússast, skutluðum Monicu í skólann (hún er að læra förðun ef ég var ekki búin að nefna það), fórum og fengum okkur að borða og svo á safn um borgina Guayaquil. Ramiro er duglegur að taka mig á söfn og gera eitthvað skemmtilegt. Eftir safnið náðum við í Monicu og þau skutluðu mér svo heim til Charlie, við borðuðum með mömmu hans og frænda hans.
Helgin 27.- 29..apríl. Fullt af skiptinemum fóru til Montañita þessa helgi, en ég ákvað þó að fara ekki með í þetta skipti. Ég hitti vini hans á föstudagskvöldið Charlie og við sungum Karaókí (ég væntanlega söng ekki) en á laugardaginn fórum við saman í party. Sunnudagurinn var rólegur en á Mánudaginn skrópaði ég í skólann því ég þurfti að undirbúa mig undir það að fara til Galapagos. Ég og Sofie fórum saman í Rio Centro, lítið mall í Samborondon og ég keypti það sem ég þurfti að kaupa, seinna um daginn fór ég með Monicu í San Marino, stórt mall í borginni þar keyptum við svona myndavél til að taka myndir neðan sjávar ... ég gleymdi þó að nota hana :S Monica fór svo og skildi mig eftir en Charlie kom og hann bauð mér út að borða, krútt. Ég kom svo heim klukkan 2 um nóttina og átti þá eftir að pakka niður fyrir Galapagos! Svo þurfti ég að vakna 5 daginn eftir til að halda uppá flugvöll, ég svaf semsagt mikið í flugvélinni. Galapagos eru eldfjallaeyjar sem tilheyra Ecuador og eru þekktar fyrir fjölskrúðugt dýralíf og náttúrufegurð.
DAGUR 1: Við lögðum sem sagt af stað á þriðjudagsmorguninn, mjög spenntar enda búnar að bíða eftir þessu allt skiptinemaárið! Afi minn ferðast eina viku í hverjum mánuði til Galapagos vegna vinnu sinnar og því var auðveldara fyrir mig að fara með honum en ekki AFS og borga minna :PAllaveganna í flugvélinni vorum við vinkonurnar settar í first class, ég veit ekkert útaf hverju, en við kvörtuðum ekki! Þessi ferð, s.s. öll Galapagos ferðin einkenndist af því að ég sofnaði við hvert tækifæri og alltaf með munnin opinn!! Ég er ekki að djóka, þetta gerðist á hverjum degi, ég sofnaði (sitjandi) og munnurinn opnaðist og stelpurnar alltaf með myndavélina á fullu. Ég náði að eyða hræðilegustu myndunum en samt ekki öllum :( Allavegna við hliðina á okkur sátu mæðgin frá Ástralíu og sem við vorum dugleg að spjalla við og hittum næstum alla dagana fyrir tilviljun!
Við stigum út úr flugvélinni og flugvölurinn var rosalega spes, svona úti flugvöllur. Við áttum að borga 100$ á mann bara fyrir að mega fara í þjóðgarðinn, allir þurfa að borga en útlendingar mest ... en við náðum að tala okkur út úr þessu og enduðum bara á því að borga $25! Og á móti okkur tók maður með blað þar sem stóð á "STEFY" haha, og með honum fórum við á hótelið sem var í svona klukkutíma í burtu, sem sagt hinum megin á eyjunni. Hótelið okkar var á eyjunni Santa Cruz, þar sem svona flestir túristarnir eru. Eigandi hótelsins er góður vinur afa míns þannig hann hjálpaði okkur að plana næstu daga, þar sem við vorum á okkar eigin vegum þurftum við að plana allar ferðir sjálfar, og það er svo mikið að sjá! Við ákváðum að nota þennan dag í að labba um bæinn, kynnast aðstæðum og fara í Charles Darwin Center. Charles Darwin Center stóð ekki undir væntingum, enda fundum við ekki hvar við áttum að labba inn, mjög spes. En við sáum Lonesome George, huge skjaldbaka sem er ein eftir af sinni tegund. Hann var fundinn á einni eyjunni, aleinn og hann var víst svo lengi einn að hann kann ekki lengur að stunda kynlíf og getur þvi ekki fjölgað sinni tegund, greyið. Vá hvað húðin hans var sjúklega hrukkótt samt :O. Eftir þetta fórum við og keyptum smá til að hafa með okkur í nesti daginn eftir en fórum svo heim og sturtuðum okkur og fórum svo út að borða. Við fórum einnig á fullt af ferðaskrifstofum til að plana daginn eftir en svo varið í háttinn klukkan 10!
DAGUR 2: Wakeup call klukkan 6 takk fyrir enda lá leið okkar til Tortuga Bay, sem á að vera fallegasta strönd Galapagos eyja og er hún í 3km fjarlægð frá bænum, og það er ekki ánægjulegt að labba þetta í mikilli sól þannig við lögðum snemma af stað.Ströndin stóð sko algjörlega undir væntingum, sandurinn er óeðlilega hvítur og sjórinn óeðlilega grænn og á þessari strönd er ekkert! Hún er algjörlega ósnert. Við löbbuðum alla ströndina, tókum myndir og borðuðum nestið okkar í paradís. En okkur brá sko heldur betur í brún þegar við sáum pínu lítinn hákarl, svona aðeins minni en einn meter, bara syndandi á ströndinni þar sem við vorum að labba. Lítill baby shark! En á Tortuga Bay má ekki synda í sjónum því öldurnar eru of sterkar, en rétt hjá var önnur lítil strönd, mjög róleg þar sem hægt var að fara á kæjak og við vorum að synda þar í róleg heitunum þegar við tökum eftir því að það er eitthvað í sjónum að synda mjög nálægt okkur. Fyrst höldum við að þetta séu hákarlar þannig við hlaupum upp á strönd, en svo komumst við að því að þetta eru höfrungar þannig við fórum aftur út í...nei nei þetta reyndust vera skjaldbökur! Huge skjaldbökur að synda allt í kring! Um klukkan eitt snérum við aftur upp á hótel, ég fór í sturtu og svona og því svo fórum við í ferð til að skoða einhverjar 4 strendur á eyjunni. Við fórum með báti, og snorkluðum og það var geggjað! Ég hafði aldrei snorklað áður og það er örugglega ekki hægt að snorkla á betri stað en á Galapagos eyjum, þar sem sjórinn er svo tær og maður sér fiska í öllum litum, stærðum og gerðum + sæljónum, selum og skjaldbökum. Einnig skoðuðum við eitthvað sem eru kallaðar las grietas, kann ekki að útskýra hvernig það er þannig ég set inn mynd:
Hægt er að stökkva af klettunum og fullt af fólki gerði það, en fallið er víst rosalega vont. Þannig varkára ég hoppaði ekki og er ánægð með þá ákvörðun enda byrjaði einni stelpunni að blæða á fullu.
Ótrúlega fallegt eins og þið sjáið, ég held að við skoðuðum 3 mismunandi grietas. Þessi sem er á neðri mynd er La grieta de Amor eða eitthvað svoleiðis, og í gamla daga sigldu ástfangin pör í gegnum þetta á báti, tvær manneskjur fóru inn en það komu þrjár út, ef þið fattið haha. Svo var önnur grieta þar sem hákarlarnir sofa en ég held að ég hafi gleymt að taka mynd af því, en þar koma þeir saman á næturnar og sofa.
Eftir þessa ferð fórum við aftur upp á hótel, gerðum okkur sætar og fórum út að borða. Við vorum farnar að hátta aftur klukkan 10, sáttar með æðislegan dag.
DAGUR 3: Aftur vöknuðum við snemma, því við áttum pantaða ferð til eyjunnar Isabela. Isabela er stærsta eyjan af Galapagos og er þekkt fyrir skjaldbökur og flamengoa (sáum samt bara 1 flamengo) minnir mig. Að komast þangað tók 2 tíma í báti og auðvitað sofnaði ég með munninn opinn. Við fórum og skoðuðum skjaldbökur, og fleiri skjaldbökur, í þúsunda tali, skoðuðum flamengoa en sáum bara einn, borðuðum hádegismat með öllu fólkinu og spjölluðum við það. Sjórinn þarna var einnig rosalega grænn, og þarna var mikið hraun, rosalega fallegt- minnti svoldið á Ísland nema sjórinn er miklu fallegri + þarna voru mörgæsir líka. Við snorkluðum líka, og sáum risa skötur en þarna voru miklar öldur þannig það var svoldið erfitt að synda, en sjórinn var samt sem áður rosa tær og fallegur. Aftur fórum við út að borða og snemma í háttinn.
DAGUR 4: Við héldum til eynnar Floreana, sem er algjör sjóræningja eyja. Hún lítur út fyrir það, alveg eins og í Pirates of the Caribbean og þarna eru sjóræningjahellar þar sem þeir sváfu í og auðvitað eru þar líka skjaldbökur! Aðeins of mikið af skjaldbökum á þessum eyjum, en þær eru rosalega mikilvægar fyrir Galapagos. Floreana er falleg eyja, rosalega græn en rosalega dularfull líka, næstum því hræddi mig smá, ég held að það sé útaf þessum sjóræningja anda. Við skoðuðum fullt á þessari eyju, eða allt sem eyjan hefur að bjóða, það er náttúrulega tilgangurinn með þessum ferðum. Við snorkluðum líka, með selunum og mörgæsunum sem var æði en svo héldum við heim. Við fórum út að borða þetta kvöld en vorum ekki viss um hvaða stað við ættum að fara á þannig við röltuðum um þangað til að við sáum eina konu sem við höfðum hitt bæði á Isbelu og Floreönu. Hún var einmitt að borða á einhverjum stað og hún mældi svo svakalega með honum, og bara sagði að hún hafi borðað þarna þrisvar sinnum áður, þannig við bara fínt borðum hér! Þetta var einn af verstu veitingastöðum ever, ég pantaði mér samloku....HRÆÐILEG, ég borðaði hana ekki, ein pantaði sér Cesar salat sem var svo salt að meira að segja ég sem elska salt fékk næstum hjartaáfall við einn bita og Hin var bara ánægð með sinn mat sem var too good to be true ... en eftir hálftíma var hún komin með magaverk. LOL
DAGUR 5: Besti dagurinn án efa! Afi minn reddaði okkur ferð til dýrustu eyjarinnar og fallegustu eyjunnar, Bartolome! Það var alveg must fyrir mig að sjá þessa eyju en ég var ekki viss um hvort það væri hægt því það kostar svona $200 dollara að fara, en það reddaðist. Þessi eyja er pínu lítil, eldfjalla eyja og er í raun bara tvær strendur, erfitt að útskýra og því set ég inn mynd:
Báturinn var rosalega fancy, það var boðið upp á æðislegan mat, besti matur hands down sem ég hef fengið hérna í Ecuador, og það voru allir svo almennilegir við okkur. Við vorum trítaðar vel enda vissu allir að ég væri "barnabarn" Skipstjórans Ramiro, haha. Það voru svona 40 aðrir farþegar á skipinu, allt ríkir Ameríkanar á aldrinum 50-60/70 ára en við spjölluðum alla ferðina við þau, og þau voru öll bara rosalega skemmtileg. Ein hjón buðu mér meira að segja að koma að heimsækja þau hvenær sem ég vildi og ég mætti endilega taka vin með mér. Hún skrifaði niður emailið sitt og heimilsfang og allt, hver veit nema að ég heimssæki þau einhvern tímann :) Það höfðu líka allir rosalegan áhuga á því að ég væri frá Íslandi og eins gott að ég tók eftir í Jarðfræði á fyrsta árinu mínu í Verzló því leiðsögumennirnir og túristarnir voru duglegir að spurja mig um Ísland og eldfjöllin þar og allt svoleiðis, enda er Bartolome líka eldfjalla eyja. Svo gaman hvað þau voru áhugasöm, einn kall vildi líka að ég segði honum allt um fjölskylduna mína heima, hann vildi bara heyra hvernig íslensk fjölskylda væri uppbygð. Guð mér leið svo áhugaverðri ;) Við snorkluðum líka við Bartolome eyju og það var besta snorkelið! Í sjónum í kringum Galapagos eyjar eru mikið af hákörlum, allt frá því að vera pínu litlir eins og þessi sem við sáum á Torguga Bay í að vera allt í 3 metrar á lengd!!! Hákarlarnir halda sig víst í köldum sjó, en þar sem við fórum á frekar heitum tíma sáum við ekki hákarla á þeim stöðum þar sem þeir halda sig yfirleit, til að finna kaldann sjó fara þeir á meira dýpi. Ég er auðvitað mjög hrædd við hákarla og langði ekki að sjá hákarl meðan ég var að snorkla!! En þegar við vorum að snorkla við Bartolome tók ég eftir því að sjórinn var miklu kaldari en hina dagana við hinar eyjarnar og viti menn allt í einu var ég að synda með hákarli! Ég sem hélt að ég myndi garga og synda í burtu, kom sjálfri mér á óvart og fór nærri honum og elti hann! Þetta var æðislegt! Þannig ég er búin að synda með: HÁKÖRLUM, risaskjaldbökum, risaskötum, selum, sæljónum, mörgæsum og fiskum í öllum, stærðum, litum og gerðum. MÆLI MEÐ ÞESSU! Ég er aldrei að fara að gleyma mínum sundsprett með hákarlinum! Til að toppa þennan dag, fórum við út að borða á góðan stað, fórum svo á skemmtistað og drukkum kokteila og kynntumst þar 20 ára gömlum Breta og Ástrala sem við spjölluðum við heillengi.
DAGUR 6: Okkur langaði rosalega að heimsækja San Cristobal, aðra eyju á þessum degi en þar sem þetta var sunnudagur var bara enginn svoleiðis ferð sem var frekar leiðinlegt. Þannig planið var að vera bara á eyjunni okkar, fara á ströndina í fyrramálið en svo seinni partinn fara upp í fjöllin. Minn kæri magaverkur lét sjá sig um morguninn þannig ég hélt mig á hótelinu um morguninn meðan þær fóru á ströndina. En mér leið fljótt betur þannig við löbbuðum um bæinn og keyptum gjafir og minjagripi. Svo kom kall að ná í okkur sem fór með okkur í fjöllin, eða hálendið þar sem þetta voru ekki beint fjöll. Við fórum að skoða skjaldbökur...við vorum bara jeij, fleiri skjaldbökur GREAT. En þetta kom okkur mjög á óvart! Við höfðum alltaf verið að skoða skjaldbökur í dýragörðum en þarna fengum við að sjá þær í sínu venjulega umhverfi, og guð hvað þær voru stórar!! Svo hélt ferð okkar í svona hraun-göng alveg náttúruleg göng sem mynduðust í einhverju eldgosi. Þessir göng eru 400m löng, og eiginlega alla leiðina eru þau mjög stór, og hátt til lofts og stórir steinar útum allt nema á einum stað þar sem við þurftum að skríða. Þessi göng voru osom ... þangað til að ljósin slökknuðu!! Ég var bara ok Stefanía ekki freaka út, en ég var að deyja úr hræðslu. Við vorum inní miðjum göngunum þegar allt varð bara alveg svart, enginn sagði neitt! Ég byrjaði strax að leita af símanum mínum til að fá smá ljós, en sem betur fer eftir svona 30 sekúndur komu ljósin aftur á. En ef þau hefðu ekki gert það veit ég ekki hvað við hefðum gert. En það sem sagt rættist úr þessum degi og við fórum út að borða og hittum Bretan frá því frá kvöldinu áður og hann borðaði með okkur, rosa gaman.
DAGUR 7: Sem sagt mánudagurinn 7. maí héldum við heim til Guayaquil eftir æðislega ferð! Á leiðinni uppá flugvöll skoðuðum við "Los Gemelos" eða Tvíburana, tvær huge holur í jörðina, erfitt að útskýra þetta. Sýni frekar mynd, en allavegna það eru tvær svona holur og svo á milli þeirra er vegurinn, frekar svallt sko.
Við vorum reyndar ekki settar í first class aftur en við sættum okkur við það þó. Þetta var einmitt dagurinn sem foreldrar mínir fengu Isabellu litlu í hendurnar, sem ég sagði frá hérna uppi :)
Frá því að ég kom heim frá Galapagos hef ég bara farið í skólann, verið með Sofie og Charlie og dáðst að litlu systur minni sem er alltaf að breytast. Mæðradagurinn var seinasta sunnudag, og hann er mjög mikilvægur hérna úi, miklu meira en heima! Þannig ég fór á laugardaginn með Michi út að borða í hádegismat, gaman að spjalla við hana og svo fórum við saman og keyptum gjöf og kort handa Monicu í tilefni mæðradagsins (ég er svo góður skiptinemi) og svo fór ég og keypti dress á litlu systur mína. Mig langaði að kaupa allt á hana! Líka þar sem hún kom svo óvænt var auðvitað ekkert tilbúið! Á laugardagskvöldið fór ég svo heim til Michi, og Charlie kom svo með Jean Pierre, vini sínum að ná í okkur og við fórum á svona úti markað í Parque Historico, ótrúlega krúttlegur markaður, og þar hittum við fleiri vini þeirra. Á Sunnudaginn gladdi ég móður mína með gjöfum og svo fórum við fjölskyldan heim til systur Monicu, þar héldum við upp á mæðradaginn og borðuðum krabbakjöt. Fjölskyldan hennar Monicu virtist án djóks leið yfir því að ég væri að fara heim, og sagði mér að vera áfram eða heimssækja eins fljótt og ég gæti, sem er planið! Eftir matinn skutluðu svo Monica og Ramiro mér í mallið því þar var Margrét, íslenska stelpan sem býr í Esmeraldas!! Hún heimsótti mig líka í Desember og mikið rosalega var gott að sjá hana aftur!! Við fórum og fengum okkur nahcos saman og vá hvað það var gott að tala við hana, við vorum báðar með munnræpu allan tímann. Hún gisti svo hjá mér og daginn eftir fór ég með hana niðrí bæ og sýndi henni þessa fáu túristastaði sem Guayaquil hefur uppá að bjóða. Við löbbuðum um Las Peñas, 444 tröppur, ég held að þetta hafi verið mitt síðasta skipti. Þetta er bara of erfitt í svona sól! Auðvitað fengum við okkur Mcdonalds þar sem svoleiðis lostæti er ekki að finna í Esmeraldas (aumingja Margrét). En það var æðislegt að hafa Margréti í heimssókn, það verður líka svo gaman að ferðast með Íslendingunum heim til Íslands, hef ekki séð Jönu og Arnar frá því í ágúst!
Þessi helgi var svo bara róleg, ég fór með Charlie í tvær afmælisveislur sem var mjög fínt bara en svo í dag var veisla í tilefni þess að bjóða Dönnu Isabellu velkomna í fjölskyldu. Fjölskyldan hennar Monicu kom þá í heimssókn til að sjá prinsessuna í fyrsta skiptið. Allir voru saman komnir og Ramiro fór með ræðu til þess að skála; hann bauð Dönu velkomna en svo fannst mér rosalega sætt þegar hann sagði; þetta byrjaði allt með því að Stefanía kom til okkar, síðan þá hafa bara góðir hlutir gerst. Og Monica bætti við að ég væri stóra systir hennar og væri alltaf velkomin, og núna ættu þau tvær dætur. Guð minn góður ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um að heyra þetta. Ég fékk alveg tár í augun og aftur núna við að skrifa þetta. Er orðin svo væmin. En jæja læt þetta gott heita kæru vinir!
P.S Laug að mömmu heima á Íslandi að ég væri trúlofuð og hún trúði því :O Og hún var ekki reið eins og ég bjóst við, hún bara "ERTU RUGLUÐ" hahahah gaman að sjá viðbrögðin.
P.S.S Í skólanum erum við sem sagt tveir skiptinemar; ég og Sofie. Sofie er víst kölluð þessi "venjulega" en ég er kölluð "cookie face" eða smáköku andlit :( vegna freknanna, hahahah fyndið.
P.S.S.S Ef maður drepur skjaldböku á Galapagos eyjum þarf maður að borga $5000 dollara og fara 2 ár í fangelsi :O það er miklu meiri refsing en ef að þú drepur manneskju í Guayaquil. Skjaldbökur > Manneskjur.
P.S.S.S Ég var að tala við afa minn hérna um Galapagos en svo breytti ég um umræðuefni og sagði að Isabella, systir mín væri falleg. Þá sagði hann já, Isabella er rosalega skemmtileg eyja. LOL
P.S.S.S.S Romina, 11 ára frænka mín vissi ekki að Monica og Ramiro væru búin að ættleiða - en ég hélt að hún vissi um barnið, þannig þegar hún kom í heimssókn spurði hún hvar er Monica? og ég bara "hún er uppi með stelpuna" og Romina bara "hvaða stelpu??" og þá áttaði ég mig á því að þetta átti greinilega að koma á óvart þannig ég bara "Heimilis-köttin, Salem" Romina horfði á mig eins og ég væri eitthvað klikkuð hahaha!
Daginn eftir, sem sagt sunnudaginn fórum ég og Monica aftur í mallið útaf ég hafði gleymt að taka vegabréfið mitt með mér daginn áður til að klára að bóka Galapagos ferðina. Við fengum okkur svo að borða og fórum inn í einhverja svona snyrtivörubúð og ég sá svo fallegt skartgripaskrín, frekar stórt og ótrúlega sætt og ég sagði við Monicu að mér þætti það flott, ég hugsaði út í það að kaupa það en svo var ég bara neee...ég er aldrei að fara að koma þessu heim í ferðatöskuna. Þegar við vorum komin út úr búðinni þá réttir Monica mér stóran poka og skrínið sem mig langaði svo mikið í var í honum! Monica er æði. Eftir þetta fórum við bara heim, Charlie kom svo til mín og við fórum út að borða með mömmu hans og frænda hans, ég fékk loksins almennilegt kjöt (og varð ekki veik eftir á!) og þau voru sjúklega almennileg við mig, reyndar bara eins og flest allir.
Mánudaginn 16. apríl byrjaði ég svo aftur í skólanum...ég var sem sagt búin að vera í sumarfríi frá því 20. desember eða eitthvað svoleiðis. 4 mánuðir í sumarfrí! Sem var helvíti næs en ég var samt alveg tilbúin að byrja í skólanum aftur til að hitta krakkana og tala meiri spænsku og svona. Það var samt alveg bittersweet að byrja í skólanum, erfitt að vakna svona snemma eftir svona langa pásu en það er nú lítið eftir þannig :) Á Þriðjudeginum var mér svo boðið í afmæli hjá Tömu, systur Charlie, ég held að hún hafi verið að verða 27 ára ef ég man rétt. Þar var öll fjölskyldan saman komin, einhverja hafði ég hitt áður en samt voru margir sem ég hafði ekkert séð. Amma hans og afi elskuðu mig en bróðir hans ákvað að grilla mig í endann....sem var ekki skemmtilegt, ég var bara jörð, gleyptu mig! en þetta var nú þó rosa gott kvöld.
Helgina eftir .... (já ég man bara hvað ég geri um helgar) á föstudeginum fórum ég, Charlie, Jean Pierre og Sofie heim til eins vinar Charlie þar sem fleiri vinir voru samankomnir og við horfðum á mynd, en svo fór Sofie en ég og Charlie fórum á McDonalds. Daginn eftir vaknaði ég og mér leið hræðilega, ég var greinilega komin með streptukokka/streftukokka? ég hef alveg fengið það heima líka en þetta var hræðilegt! Ég gat varla andað, þannig ég fór með Ramiro til læknis og það þurfti að stinga svona spítu upp í mig, sem er ein af mínum martröðum en Ramiro hélt í hendina á mér haha, krútt. Allur þessi laugardagur fór í það að vera veik heima og taka sýklalyf, frekar ömurlegt. En strax á sunnudaginn leið mér betur og ég og Ramiro fórum eitthvað að stússast, skutluðum Monicu í skólann (hún er að læra förðun ef ég var ekki búin að nefna það), fórum og fengum okkur að borða og svo á safn um borgina Guayaquil. Ramiro er duglegur að taka mig á söfn og gera eitthvað skemmtilegt. Eftir safnið náðum við í Monicu og þau skutluðu mér svo heim til Charlie, við borðuðum með mömmu hans og frænda hans.
Helgin 27.- 29..apríl. Fullt af skiptinemum fóru til Montañita þessa helgi, en ég ákvað þó að fara ekki með í þetta skipti. Ég hitti vini hans á föstudagskvöldið Charlie og við sungum Karaókí (ég væntanlega söng ekki) en á laugardaginn fórum við saman í party. Sunnudagurinn var rólegur en á Mánudaginn skrópaði ég í skólann því ég þurfti að undirbúa mig undir það að fara til Galapagos. Ég og Sofie fórum saman í Rio Centro, lítið mall í Samborondon og ég keypti það sem ég þurfti að kaupa, seinna um daginn fór ég með Monicu í San Marino, stórt mall í borginni þar keyptum við svona myndavél til að taka myndir neðan sjávar ... ég gleymdi þó að nota hana :S Monica fór svo og skildi mig eftir en Charlie kom og hann bauð mér út að borða, krútt. Ég kom svo heim klukkan 2 um nóttina og átti þá eftir að pakka niður fyrir Galapagos! Svo þurfti ég að vakna 5 daginn eftir til að halda uppá flugvöll, ég svaf semsagt mikið í flugvélinni. Galapagos eru eldfjallaeyjar sem tilheyra Ecuador og eru þekktar fyrir fjölskrúðugt dýralíf og náttúrufegurð.
DAGUR 1: Við lögðum sem sagt af stað á þriðjudagsmorguninn, mjög spenntar enda búnar að bíða eftir þessu allt skiptinemaárið! Afi minn ferðast eina viku í hverjum mánuði til Galapagos vegna vinnu sinnar og því var auðveldara fyrir mig að fara með honum en ekki AFS og borga minna :PAllaveganna í flugvélinni vorum við vinkonurnar settar í first class, ég veit ekkert útaf hverju, en við kvörtuðum ekki! Þessi ferð, s.s. öll Galapagos ferðin einkenndist af því að ég sofnaði við hvert tækifæri og alltaf með munnin opinn!! Ég er ekki að djóka, þetta gerðist á hverjum degi, ég sofnaði (sitjandi) og munnurinn opnaðist og stelpurnar alltaf með myndavélina á fullu. Ég náði að eyða hræðilegustu myndunum en samt ekki öllum :( Allavegna við hliðina á okkur sátu mæðgin frá Ástralíu og sem við vorum dugleg að spjalla við og hittum næstum alla dagana fyrir tilviljun!
Monica sæta fyrir utan Charles Darwin Research Station |
DAGUR 2: Wakeup call klukkan 6 takk fyrir enda lá leið okkar til Tortuga Bay, sem á að vera fallegasta strönd Galapagos eyja og er hún í 3km fjarlægð frá bænum, og það er ekki ánægjulegt að labba þetta í mikilli sól þannig við lögðum snemma af stað.Ströndin stóð sko algjörlega undir væntingum, sandurinn er óeðlilega hvítur og sjórinn óeðlilega grænn og á þessari strönd er ekkert! Hún er algjörlega ósnert. Við löbbuðum alla ströndina, tókum myndir og borðuðum nestið okkar í paradís. En okkur brá sko heldur betur í brún þegar við sáum pínu lítinn hákarl, svona aðeins minni en einn meter, bara syndandi á ströndinni þar sem við vorum að labba. Lítill baby shark! En á Tortuga Bay má ekki synda í sjónum því öldurnar eru of sterkar, en rétt hjá var önnur lítil strönd, mjög róleg þar sem hægt var að fara á kæjak og við vorum að synda þar í róleg heitunum þegar við tökum eftir því að það er eitthvað í sjónum að synda mjög nálægt okkur. Fyrst höldum við að þetta séu hákarlar þannig við hlaupum upp á strönd, en svo komumst við að því að þetta eru höfrungar þannig við fórum aftur út í...nei nei þetta reyndust vera skjaldbökur! Huge skjaldbökur að synda allt í kring! Um klukkan eitt snérum við aftur upp á hótel, ég fór í sturtu og svona og því svo fórum við í ferð til að skoða einhverjar 4 strendur á eyjunni. Við fórum með báti, og snorkluðum og það var geggjað! Ég hafði aldrei snorklað áður og það er örugglega ekki hægt að snorkla á betri stað en á Galapagos eyjum, þar sem sjórinn er svo tær og maður sér fiska í öllum litum, stærðum og gerðum + sæljónum, selum og skjaldbökum. Einnig skoðuðum við eitthvað sem eru kallaðar las grietas, kann ekki að útskýra hvernig það er þannig ég set inn mynd:
![]() |
Ótrúlega fallegt eins og þið sjáið, ég held að við skoðuðum 3 mismunandi grietas. Þessi sem er á neðri mynd er La grieta de Amor eða eitthvað svoleiðis, og í gamla daga sigldu ástfangin pör í gegnum þetta á báti, tvær manneskjur fóru inn en það komu þrjár út, ef þið fattið haha. Svo var önnur grieta þar sem hákarlarnir sofa en ég held að ég hafi gleymt að taka mynd af því, en þar koma þeir saman á næturnar og sofa.
Eftir þessa ferð fórum við aftur upp á hótel, gerðum okkur sætar og fórum út að borða. Við vorum farnar að hátta aftur klukkan 10, sáttar með æðislegan dag.
DAGUR 3: Aftur vöknuðum við snemma, því við áttum pantaða ferð til eyjunnar Isabela. Isabela er stærsta eyjan af Galapagos og er þekkt fyrir skjaldbökur og flamengoa (sáum samt bara 1 flamengo) minnir mig. Að komast þangað tók 2 tíma í báti og auðvitað sofnaði ég með munninn opinn. Við fórum og skoðuðum skjaldbökur, og fleiri skjaldbökur, í þúsunda tali, skoðuðum flamengoa en sáum bara einn, borðuðum hádegismat með öllu fólkinu og spjölluðum við það. Sjórinn þarna var einnig rosalega grænn, og þarna var mikið hraun, rosalega fallegt- minnti svoldið á Ísland nema sjórinn er miklu fallegri + þarna voru mörgæsir líka. Við snorkluðum líka, og sáum risa skötur en þarna voru miklar öldur þannig það var svoldið erfitt að synda, en sjórinn var samt sem áður rosa tær og fallegur. Aftur fórum við út að borða og snemma í háttinn.
DAGUR 4: Við héldum til eynnar Floreana, sem er algjör sjóræningja eyja. Hún lítur út fyrir það, alveg eins og í Pirates of the Caribbean og þarna eru sjóræningjahellar þar sem þeir sváfu í og auðvitað eru þar líka skjaldbökur! Aðeins of mikið af skjaldbökum á þessum eyjum, en þær eru rosalega mikilvægar fyrir Galapagos. Floreana er falleg eyja, rosalega græn en rosalega dularfull líka, næstum því hræddi mig smá, ég held að það sé útaf þessum sjóræningja anda. Við skoðuðum fullt á þessari eyju, eða allt sem eyjan hefur að bjóða, það er náttúrulega tilgangurinn með þessum ferðum. Við snorkluðum líka, með selunum og mörgæsunum sem var æði en svo héldum við heim. Við fórum út að borða þetta kvöld en vorum ekki viss um hvaða stað við ættum að fara á þannig við röltuðum um þangað til að við sáum eina konu sem við höfðum hitt bæði á Isbelu og Floreönu. Hún var einmitt að borða á einhverjum stað og hún mældi svo svakalega með honum, og bara sagði að hún hafi borðað þarna þrisvar sinnum áður, þannig við bara fínt borðum hér! Þetta var einn af verstu veitingastöðum ever, ég pantaði mér samloku....HRÆÐILEG, ég borðaði hana ekki, ein pantaði sér Cesar salat sem var svo salt að meira að segja ég sem elska salt fékk næstum hjartaáfall við einn bita og Hin var bara ánægð með sinn mat sem var too good to be true ... en eftir hálftíma var hún komin með magaverk. LOL
![]() |
Sjór, Floreana og Ecuadoríski fáninn |
DAGUR 5: Besti dagurinn án efa! Afi minn reddaði okkur ferð til dýrustu eyjarinnar og fallegustu eyjunnar, Bartolome! Það var alveg must fyrir mig að sjá þessa eyju en ég var ekki viss um hvort það væri hægt því það kostar svona $200 dollara að fara, en það reddaðist. Þessi eyja er pínu lítil, eldfjalla eyja og er í raun bara tvær strendur, erfitt að útskýra og því set ég inn mynd:
Þessi mynd kemur oft upp ef maður Googlar Galapagos. Ég tók þessa! Markmið ferðarinnar var algjörlega það að sjá eyjunna frá þessu sjónarhorni og eiga þessa mynd. Draumur rættist!
![]() |
Bartolome; rautt hraun á móti þessum fallega sjó! |
DAGUR 6: Okkur langaði rosalega að heimsækja San Cristobal, aðra eyju á þessum degi en þar sem þetta var sunnudagur var bara enginn svoleiðis ferð sem var frekar leiðinlegt. Þannig planið var að vera bara á eyjunni okkar, fara á ströndina í fyrramálið en svo seinni partinn fara upp í fjöllin. Minn kæri magaverkur lét sjá sig um morguninn þannig ég hélt mig á hótelinu um morguninn meðan þær fóru á ströndina. En mér leið fljótt betur þannig við löbbuðum um bæinn og keyptum gjafir og minjagripi. Svo kom kall að ná í okkur sem fór með okkur í fjöllin, eða hálendið þar sem þetta voru ekki beint fjöll. Við fórum að skoða skjaldbökur...við vorum bara jeij, fleiri skjaldbökur GREAT. En þetta kom okkur mjög á óvart! Við höfðum alltaf verið að skoða skjaldbökur í dýragörðum en þarna fengum við að sjá þær í sínu venjulega umhverfi, og guð hvað þær voru stórar!! Svo hélt ferð okkar í svona hraun-göng alveg náttúruleg göng sem mynduðust í einhverju eldgosi. Þessir göng eru 400m löng, og eiginlega alla leiðina eru þau mjög stór, og hátt til lofts og stórir steinar útum allt nema á einum stað þar sem við þurftum að skríða. Þessi göng voru osom ... þangað til að ljósin slökknuðu!! Ég var bara ok Stefanía ekki freaka út, en ég var að deyja úr hræðslu. Við vorum inní miðjum göngunum þegar allt varð bara alveg svart, enginn sagði neitt! Ég byrjaði strax að leita af símanum mínum til að fá smá ljós, en sem betur fer eftir svona 30 sekúndur komu ljósin aftur á. En ef þau hefðu ekki gert það veit ég ekki hvað við hefðum gert. En það sem sagt rættist úr þessum degi og við fórum út að borða og hittum Bretan frá því frá kvöldinu áður og hann borðaði með okkur, rosa gaman.
DAGUR 7: Sem sagt mánudagurinn 7. maí héldum við heim til Guayaquil eftir æðislega ferð! Á leiðinni uppá flugvöll skoðuðum við "Los Gemelos" eða Tvíburana, tvær huge holur í jörðina, erfitt að útskýra þetta. Sýni frekar mynd, en allavegna það eru tvær svona holur og svo á milli þeirra er vegurinn, frekar svallt sko.
![]() |
Einn tvíburinn |
![]() |
Á markaðnum, Charlie, ég og Alvaro sem fór sem skiptinemi til USA. |
![]() |
Ég, Margrét og borgin mín Guayaquil. |
Þessi helgi var svo bara róleg, ég fór með Charlie í tvær afmælisveislur sem var mjög fínt bara en svo í dag var veisla í tilefni þess að bjóða Dönnu Isabellu velkomna í fjölskyldu. Fjölskyldan hennar Monicu kom þá í heimssókn til að sjá prinsessuna í fyrsta skiptið. Allir voru saman komnir og Ramiro fór með ræðu til þess að skála; hann bauð Dönu velkomna en svo fannst mér rosalega sætt þegar hann sagði; þetta byrjaði allt með því að Stefanía kom til okkar, síðan þá hafa bara góðir hlutir gerst. Og Monica bætti við að ég væri stóra systir hennar og væri alltaf velkomin, og núna ættu þau tvær dætur. Guð minn góður ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um að heyra þetta. Ég fékk alveg tár í augun og aftur núna við að skrifa þetta. Er orðin svo væmin. En jæja læt þetta gott heita kæru vinir!
RANDOM P.S
P.S Laug að mömmu heima á Íslandi að ég væri trúlofuð og hún trúði því :O Og hún var ekki reið eins og ég bjóst við, hún bara "ERTU RUGLUÐ" hahahah gaman að sjá viðbrögðin.
P.S.S Í skólanum erum við sem sagt tveir skiptinemar; ég og Sofie. Sofie er víst kölluð þessi "venjulega" en ég er kölluð "cookie face" eða smáköku andlit :( vegna freknanna, hahahah fyndið.
P.S.S.S Ef maður drepur skjaldböku á Galapagos eyjum þarf maður að borga $5000 dollara og fara 2 ár í fangelsi :O það er miklu meiri refsing en ef að þú drepur manneskju í Guayaquil. Skjaldbökur > Manneskjur.
P.S.S.S Ég var að tala við afa minn hérna um Galapagos en svo breytti ég um umræðuefni og sagði að Isabella, systir mín væri falleg. Þá sagði hann já, Isabella er rosalega skemmtileg eyja. LOL
P.S.S.S.S Romina, 11 ára frænka mín vissi ekki að Monica og Ramiro væru búin að ættleiða - en ég hélt að hún vissi um barnið, þannig þegar hún kom í heimssókn spurði hún hvar er Monica? og ég bara "hún er uppi með stelpuna" og Romina bara "hvaða stelpu??" og þá áttaði ég mig á því að þetta átti greinilega að koma á óvart þannig ég bara "Heimilis-köttin, Salem" Romina horfði á mig eins og ég væri eitthvað klikkuð hahaha!
Blesss kæru vinir, nú hljótið þið að vera byrjuð að sakna mín en örvæntið ekki heimför er á næsta leyti :( en ég er ekki komin heim en strax byrjuð að plana ferð aftur út!
Kær kveðja,
Stefanía Sjöfn