Sunday, May 20, 2012

Synt með hákörlum í Paradís

Það segja það allir að síðustu vikur skiptinámsins séu bestar og æðislegastar ... ó já ég er sko að komast að því.  Skrítið að útskýra þetta en sumir dagar eru bara svo frábærir, og allt er svo breytt frá því ég kom hingað fyrst, nú á ég fjölskyldu sem ég elska og vini! (það var mjög skrítið að vera vinalaus fyrstu vikurnar, mæli ekkert sérstaklega með því) bæði frá Ecuador og hinum ýmsu löndum!
Það er pirrandi staðreynd að það styttist óðum í heimför, er auðvitað spennt fyrir að hitta alllt fólkið, fjölskyldu og vini en samt ... ég vil bara ekkert koma heim. Hjartað byrjar að slá hraðar í hvert einasta skipti sem fólk byrjar að tala um hvað það sé stutt eftir, enda segja það allir að fara út sem skiptinemi er erfitt en samt ekkert í líkingu við það að koma heim! Þannig erfiðasti parturinn er sem sagt ennþá eftir ?
En Guð hvað ég hlakka til að borða matinn heima!! Ég þrái kókómjólk meira en allt annað + lambalæri hjá ömmu. Ætla að fara að skrifa lista yfir allt sem ég ætla að borða þegar ég kem heim. Ég er ekki í lagi.
Það er nýr fjölskyldumeðlimur kominn á heimilið! Ég er búin að eignast systur, ég er í skýjunum. Foreldrar mínir geta sem sagt ekki eignast börn, sorglegt þar sem þau hafa svo mikla ást og umhyggju að gefa. Þau eru búin að reyna að ættleiða í 3 ár en ekkert virtist vera að ganga eftir. En svo allt í einu, á mánudaginn, eftir hádegi var hringt í þau og sagt að þau væru með litla nýfædda stelpu sem vantaði heimili og ef þau vildu hana yrðu þau að koma NÚNA að ná í hana.  Monica fór auðvitað beint að ná í prinsessuna, keypti bleyjur og þrjár samfellur á leiðinni. Þetta allt gerðist mánudaginn 7. maí. Þennan sama dag kom ég heim frá Galapagos eyjum, það var enginn heima um daginn þannig ég tók uppúr töskunni og allt þetta leiðinlega en svo leiddist mér svo mikið að ég ákvað að fara að heimssækja Charlie, vin minn.  Ég hafði smá samviskubit að fara út þegar ég var svona nýkomin heim en ég hringdi í þau og það var auðvitað ekkert mál. Ég kom heim um 11 leytið, með rósir í höndunum sem vinur minn hafði gefið mér, spennt fyrir að hitta foreldra mína og segja þeim frá Galapagos. En þegar ég kom heim var allt svo skrýtið, ég sýndi Monicu rósirnar og byrjaði eitthvað að tala um Galapagos en hún var svo annars hugar að það var ómögurlegt að halda uppi samræðum. Ég bað þó um vasa fyrir rósirnar en hún rétti mér djúskönnu. Ég bara mhmmm spes. Hún fór svo strax inní herbergið sitt og skellti hurðinni í andlitið á mér. Ég var bara í sjokki, ég hlaut að hafa gert eitthvað að mér en ég var ekki að fatta hvað ég hafði gert rangt. Ég fór bara inn í herbergi og 2 mínútum seinna, bankaði Monica á hurðina mína og bara "Stefanía, geturu komið hingað aðeins?" Hjartað í mér var á fullu, ég var ekki að skilja útaf hverju allt var svona skrítið, en allt meikaði sense þegar host mamma mín sagði "Við viljum kynna þig fyrir einhverjum", hún var ekki búin að opna hurðina þegar hún sagði þetta en ég fattaði þá hvað var að gerast. Og þarna var hún, pínulítil, nýfædd og falleg.  Þau voru eiginlega bara í sjokki  foreldrar mínir, allt hafði gerst svo hratt og enginn fyrirvari! Ótrúlegt! Prinsessan fékk nafnið Danna Isabella, sem mér persónulega finnst rosalega fallegt. Núna er mikil hamingja á heimilinu og ég hef eignast litla systur! Ég mun dekra hana, það er á hreinu.  Mér þótti rosalega vænt um það þegar Monica sagði: "Núna eigum við tvær dætur, ein sem okkur var færð með flugvél og aðra sem var færð okkur af engli".  
So far, gengur allt rosa vel með Isabellu, engin smá breyting en þetta er allt til hins góða og þetta mun hvetja mig rosalega til að heimssækja Ecuador aftur eins fljótt og ég get og eins oft og ég get. Monica er  búin að taka eftir því að Isabella er strax orðin von þess að hafa loftkælinguna í gangi, og róast þegar vindurinn blæs á hana, hún fílar kuldann. Þannig er búið að ákveða að senda hana til Íslands í skiptinám haha :) En það er æðislegt að sjá hamingjuna sem skín úr augunum á Monicu og Ramiro, þau eiga þetta svo skilið.

Langt síðan að ég bloggaði síðast! Það þýðir bara að ég hef haft eitthvað skemmtilegt að gera, en þá er svo erfitt að blogga en jæja ég ætla þó að gera tilraun til ágæts bloggs.
MONTANITA: 
Fimmtudaginn 29.mars héldum við skiptinemarnir til Montañita, fjölskyldan hennar Emmu á hótel í Montañita og í tilefni afmælishennar sem var í sömu viku ákváðum við skiptinemarnir í Guayaquil að skella okkur saman.  Ég er nokkuð viss um að ég hafi nefnt party bæinn Montanita ófáum sinnum í blogginu mínu, en allavegana þarna kemur fólk allstaðar að til að skemmta sér! Stemningin þarna er ótrúleg! + ströndin er æði.  Ekvadorbúarnir spurja alltaf "Ertu búin að fara til Montanita??" enda er bara ekkert betra en Montanita greinilega, þó að flestir krakkar á mínum aldri héðan meiga ekki einu sinni fara þangað. Til að gera langa sögu stutta var þessi ferð æði! Við tókum rútu á staðinn og vorum komin um rúmlega átta, við komum okkur fyrir á hótelinu en löbbuðum svo um bæinn, fengum okkur að borða, fengum okkur kokteila, fórum uppá hótel og spiluðum leiki en fórum svo aftur í bæinn og dönsuðum fram á rauða nótt, það var sjúkt gaman! Já, við hittum einmitt fleiri skiptinema bara alveg fyrir tilviljun í Montanita, þannig þau bættust í hópinn okkar. Lögmál aðdráttaraflsins (the secret) var sannað þetta kvöld; Í Montanita er mikið af rafmagnslínum og alltaf á kvöldin sitja flugar í hundraðatali á þeim, ótrúlega sætt en að standa undir svona línu er ekki sniðugt því þeir nátturulega drita á fullu. Ég var ekkert að búin að taka eftir þessu og stóð undir svona línu þangað til Sofie var bara "Stefania, þetta er hræðileg staðsetning". Restina af kvöldinu passaði ég mig rosalega á þessu og var alltaf að færa mig (enda eru þessar línur útum allt, mjög erfitt að standa ekki undir einni). Svo rétt áður en við fórum upp á  hótel var ég að tala við Henry og ég lít upp og ég bara "Nei, við verðum að færa okkur" og akkurat þegar við vorum komin á hinn staðinn skeit fugl á nýja hvíta bolinn minn, það var ekki gaman.
Daginn eftir, sem sagt Föstudaginn vöknuðum við um hádegi og skelltum okkur á ströndina og eyddum deginum þar. Það var eitthvað svona dæmi í sjónum sem ég man bara ekki hvað heitir á neinu tungumáli, en það er þannig að sjórinn snýst í hringi á ákveðnum stað og togar í þann sem er að synda, mjög hættulegt. Einn þýskur skiptinemi drukknaði næstum, hann var fastur í svona dæmi, en sem betur fer var honum bjargað.  Við fórum öll svo upp á hótel og gerðum okkur til fyrir kvöldið og fórum svo út að borða á pizza stað. Það var miklu meira fólk á föstudagskvöldinu heldur en fimmtudagskvöldinu í Montantia en skiptinema hópurinn splittaðist upp þannig það var ekki eins gaman eins og kvöldið áður. Ég og Henry týndum öllum hinum, og hittum svo einhvern Dana sem var týndur líka en hann var fínn en ég er búin að komast að því að ég get EKKI talað dönsku, kemur bara spænska. En það var auðvitað mikið dansað þetta kvöld. Daginn eftir, um 3 leytið fór ég heim með tveimur öðrum skiptinemum en rest varð eftir í Montanita. Laugardagskvöldið fór ég heim til Antonio með nokkrum vinum að horfa á mynd. En Sunnudeginum eyddi ég veik...man ekki hvað var að mér en það var ekki ánægjulegt.

Ég man ekki hvað ég gerði í  vikunni á eftir, ég eyddi ófáum dögum uppí rúmi og endaði svo á pensilíni, fór í bíó á The Hungergames með Sofie og Melissu en svo kom blessaða PÁSKAHELGIN eða Semana Santa.  Mamma góða var búin að senda mér páskaegg sem veitti mér mikla hamingju. Þessa helgi fór ég samt með fjölskyldunni á ströndina, það var mjög nice. Ramiro nennti aldrei á ströndina, var bara í húsinu þannig ég og Monica höfðum það bara kósý og við prófuðum að fara á nýja strönd þar sem það var næstum því enginn, rosa kósý. Ég hitti svo Melissu vinkonu mína á Laugardagskvöldið og við fórum í eitthvað party sem var líka mjög nice.  Páskarnir voru frekar svona ... lala, vantaði alveg einhvern góðan páskamat og annað páskaegg því mitt kláraðist svo fljótt og ég sá ekkert páskaskraut! Agalegt! 

Helgin: 14. - 15. apríl var þannig að ég fór með Ramiro og Sofie í mallið til að kaupa flugmiða til Galapagos! Það var ... dýrt. Við fórum líka í bíó, náðum svo í mömmu mína í skólann og fórum út að borða. Við fórum í svona rosalega suður-amerískt hverfi í borginni þar sem allt er fullt af salsa skemmtistöðum og veitingastaðirnir líta ekkert rosalega vel út en maturinn er æði, lifandi tónlist og fólk að dansa. Mjög skemmtilegt. Við borðum krabbakjöt. GUÐ MINN GÓÐUR, hvað það var gott!! Í einhverri svona hvítlauksósu! Þetta fór á listann minn yfir topp 5 bestu máltíðirnar sem ég hef fengið. Samt svoldið subbulegt að rífa labbirnar af krabbanum og svo nota hamarinn, en erfiðið er þess virði. Tekur samt svona 3 klukkutíma að borða krabbakjöt. Eftir það skutluðum við Sofie heim, en ég fór að hitta Charlie. Ég talaði um hann í seinasta bloggi, en ef þið munið ekki þá var það hann sem  átti systurina sem bjó á Íslandi 2008-09 með manninum sínum, og það var einmitt hann sem að við fórum óvænt að kveðja á flugvellinum þegar hann fór til Argentínu. Já, hann sem sagt er kominn heim frá Argentínu og við fórum heim til systur hans sem býr í Samborondon, s.s ekkert það langt frá mér.  Ég kann svakalega vel við systur hans sem heitir Tama og mann hennar sem heitir Ricardo. Það voru kokteilar í boði hjá þeim og þau sýndu mér myndir af því þegar þau áttu heima á Íslandi og við ræddum um íslenskan mat og bara allt svoleiðis, mjög skemmtilegt að tala við þau og sýna Charlie myndir af landinu. Og við ákváðum það öll að búa til kleinur saman bráðum, þar sem þau elska kleinur.  Seinna um kvöldið komu fleiri fjölskyldu meðlimir í heimsókn þannig það var rosa gaman að hitta þau öll, öll svakalega nice.
Daginn eftir, sem sagt sunnudaginn fórum ég og Monica aftur í mallið útaf ég hafði gleymt að taka vegabréfið mitt með mér daginn áður til að klára að bóka Galapagos ferðina. Við fengum okkur svo að borða og fórum inn í einhverja svona snyrtivörubúð og ég sá svo fallegt skartgripaskrín, frekar stórt og ótrúlega sætt og ég sagði við Monicu að mér þætti það flott, ég hugsaði út í það að kaupa það en svo var ég bara neee...ég er aldrei að fara að koma þessu heim í ferðatöskuna.  Þegar við vorum komin út úr búðinni þá réttir Monica mér stóran poka og skrínið sem mig langaði svo mikið í var í honum! Monica er æði.  Eftir þetta fórum við bara heim, Charlie kom svo til mín og við fórum út að borða með mömmu hans og frænda hans, ég fékk loksins almennilegt kjöt (og varð ekki veik eftir á!) og þau voru sjúklega almennileg við mig, reyndar bara eins og flest allir.
Mánudaginn 16. apríl byrjaði ég svo aftur í skólanum...ég var sem sagt búin að vera í sumarfríi frá því 20. desember eða eitthvað svoleiðis. 4 mánuðir í sumarfrí! Sem var helvíti næs en ég var samt alveg tilbúin að byrja í skólanum aftur til að hitta krakkana og tala meiri spænsku og svona.  Það var samt alveg bittersweet að byrja í skólanum, erfitt að vakna svona snemma eftir svona langa pásu en það er nú lítið eftir þannig :)  Á Þriðjudeginum var mér svo boðið í afmæli hjá Tömu, systur Charlie, ég held að hún hafi verið að verða 27 ára ef ég man rétt. Þar var öll fjölskyldan saman komin, einhverja hafði ég hitt áður en samt voru margir sem ég hafði ekkert séð.  Amma hans og afi elskuðu mig en bróðir hans ákvað að grilla mig í endann....sem var ekki skemmtilegt, ég var bara jörð, gleyptu mig! en þetta var nú þó rosa gott kvöld.
Helgina eftir .... (já ég man bara hvað ég geri um helgar) á föstudeginum fórum ég, Charlie, Jean Pierre og Sofie heim til eins vinar Charlie þar sem fleiri vinir voru samankomnir og við horfðum á mynd, en svo fór Sofie en ég og Charlie fórum á McDonalds. Daginn eftir vaknaði ég og mér leið hræðilega, ég var greinilega komin með streptukokka/streftukokka? ég hef alveg fengið það heima líka en þetta var hræðilegt! Ég gat varla andað, þannig ég fór með Ramiro til læknis og það þurfti að stinga svona spítu upp í mig, sem er ein af mínum martröðum en Ramiro hélt í hendina á mér haha, krútt. Allur þessi laugardagur fór í það að vera veik heima og taka sýklalyf, frekar ömurlegt. En strax á sunnudaginn leið mér betur og ég og Ramiro fórum eitthvað að stússast, skutluðum Monicu í skólann (hún er að læra förðun ef ég var ekki búin að nefna það), fórum og fengum okkur að borða og svo á safn um borgina Guayaquil.  Ramiro er duglegur að taka mig á söfn og gera eitthvað skemmtilegt. Eftir safnið náðum við í Monicu og þau skutluðu mér svo heim til Charlie, við borðuðum með mömmu hans og frænda hans.
Helgin 27.- 29..apríl. Fullt af skiptinemum fóru til Montañita þessa helgi, en ég ákvað þó að fara ekki með í þetta skipti. Ég hitti vini hans á föstudagskvöldið Charlie og við sungum Karaókí (ég væntanlega söng ekki) en á laugardaginn fórum við saman í party. Sunnudagurinn var rólegur en á Mánudaginn skrópaði ég í skólann því ég þurfti að undirbúa mig undir það að fara til Galapagos. Ég og Sofie fórum saman í Rio Centro, lítið mall í Samborondon og ég keypti það sem ég þurfti að kaupa, seinna um daginn fór ég með Monicu í San Marino, stórt mall í borginni þar keyptum við svona myndavél til að taka myndir neðan sjávar ... ég gleymdi þó að nota hana :S Monica fór svo og skildi mig eftir en Charlie kom og hann bauð mér út að borða, krútt. Ég kom svo heim klukkan 2 um nóttina og átti þá eftir að pakka niður fyrir Galapagos! Svo þurfti ég að vakna 5 daginn eftir til að halda uppá flugvöll, ég svaf semsagt mikið í flugvélinni.  Galapagos eru eldfjallaeyjar sem tilheyra Ecuador og eru þekktar fyrir fjölskrúðugt dýralíf og náttúrufegurð. 
DAGUR 1: Við lögðum sem sagt af stað á þriðjudagsmorguninn, mjög spenntar enda búnar að bíða eftir þessu allt skiptinemaárið! Afi minn ferðast eina viku í hverjum mánuði til Galapagos vegna vinnu sinnar og því var auðveldara fyrir mig að fara með honum en ekki AFS og borga minna :PAllaveganna í flugvélinni vorum við vinkonurnar settar í first class, ég veit ekkert útaf hverju, en við kvörtuðum ekki! Þessi ferð, s.s. öll Galapagos ferðin einkenndist af því að ég sofnaði við hvert tækifæri og alltaf með munnin opinn!! Ég er ekki að djóka, þetta gerðist á hverjum degi, ég sofnaði (sitjandi) og munnurinn opnaðist og stelpurnar alltaf með myndavélina á fullu. Ég náði að eyða hræðilegustu myndunum en samt ekki öllum :( Allavegna við hliðina á okkur sátu mæðgin frá Ástralíu og sem við vorum dugleg að spjalla við og hittum næstum alla dagana fyrir tilviljun! 
Monica sæta fyrir utan Charles Darwin Research Station
Við stigum út úr flugvélinni og flugvölurinn var rosalega spes, svona úti flugvöllur. Við áttum að borga 100$ á mann bara fyrir að mega fara í þjóðgarðinn, allir þurfa að borga en útlendingar mest ... en við náðum að tala okkur út úr þessu og enduðum bara á því að borga $25! Og á móti okkur tók maður með blað þar sem stóð á "STEFY" haha, og með honum fórum við á hótelið sem var í svona klukkutíma í burtu, sem sagt hinum megin á eyjunni. Hótelið okkar var á eyjunni Santa Cruz, þar sem svona flestir túristarnir eru.  Eigandi hótelsins er góður vinur afa míns þannig hann hjálpaði okkur að plana næstu daga, þar sem við vorum á okkar eigin vegum þurftum við að plana allar ferðir sjálfar, og það er svo mikið að sjá! Við ákváðum að nota þennan dag í að labba um bæinn, kynnast aðstæðum og fara í Charles Darwin Center. Charles Darwin Center stóð ekki undir væntingum, enda fundum við ekki hvar við áttum að labba inn, mjög spes. En við sáum Lonesome George, huge skjaldbaka sem er ein eftir af sinni tegund. Hann var fundinn á einni eyjunni, aleinn og hann var víst svo lengi einn að hann kann ekki lengur að stunda kynlíf og getur þvi ekki fjölgað sinni tegund, greyið. Vá hvað húðin hans var sjúklega hrukkótt samt :O. Eftir þetta fórum við og keyptum smá til að hafa með okkur í nesti daginn eftir en fórum svo heim og sturtuðum okkur og fórum svo út að borða. Við fórum einnig á fullt af ferðaskrifstofum til að plana daginn eftir en svo varið í háttinn klukkan 10! 


DAGUR 2: Wakeup call klukkan 6 takk fyrir enda lá leið okkar til Tortuga Bay, sem á að vera fallegasta strönd Galapagos eyja og er hún í 3km fjarlægð frá bænum, og það er ekki ánægjulegt að labba þetta í mikilli sól þannig við lögðum snemma af stað.Ströndin stóð sko algjörlega undir væntingum, sandurinn er óeðlilega hvítur og sjórinn óeðlilega grænn og á þessari strönd er ekkert! Hún er algjörlega ósnert. Við löbbuðum alla ströndina, tókum myndir og borðuðum nestið okkar í paradís. En okkur brá sko heldur betur í brún þegar við sáum pínu lítinn hákarl, svona aðeins minni en einn meter, bara syndandi á ströndinni þar sem við vorum að labba. Lítill baby shark! En á Tortuga Bay má ekki synda í sjónum því öldurnar eru of sterkar, en rétt hjá var önnur lítil strönd, mjög róleg þar sem hægt var að fara á kæjak og við vorum að synda þar í róleg heitunum þegar við tökum eftir því að það er eitthvað í sjónum að synda mjög nálægt okkur. Fyrst höldum við að þetta séu hákarlar þannig við hlaupum upp á strönd, en svo komumst við að því að þetta eru höfrungar þannig við fórum aftur út í...nei nei þetta reyndust vera skjaldbökur! Huge skjaldbökur að synda allt í kring! Um klukkan eitt snérum við aftur upp á hótel, ég fór í sturtu og svona og því svo fórum við í ferð til að skoða einhverjar 4 strendur á eyjunni. Við fórum með báti, og snorkluðum og það var geggjað! Ég hafði aldrei snorklað áður og það er örugglega ekki hægt að snorkla á betri stað en á Galapagos eyjum, þar sem sjórinn er svo tær og maður sér fiska í öllum litum, stærðum og gerðum + sæljónum, selum og skjaldbökum.  Einnig skoðuðum við eitthvað sem eru kallaðar las grietas, kann ekki að útskýra hvernig það er þannig ég set inn mynd: 
Hægt er að stökkva af klettunum og fullt af fólki gerði það, en fallið er víst rosalega vont. Þannig varkára ég hoppaði ekki og er ánægð með þá ákvörðun enda byrjaði einni stelpunni að blæða á fullu.


Ótrúlega fallegt eins og þið sjáið, ég held að við skoðuðum 3 mismunandi grietas.  Þessi sem er á neðri mynd er La grieta de Amor eða eitthvað svoleiðis, og í gamla daga sigldu ástfangin pör í gegnum þetta á báti,  tvær manneskjur fóru inn en það komu þrjár út, ef þið fattið haha. Svo var önnur grieta þar sem hákarlarnir sofa en ég held að ég hafi gleymt að taka mynd af því, en þar koma þeir saman á næturnar og sofa.
Eftir þessa ferð fórum við aftur upp á hótel, gerðum okkur sætar og fórum út að borða. Við vorum farnar að hátta aftur klukkan 10, sáttar með æðislegan dag.
DAGUR 3: Aftur vöknuðum við snemma, því við áttum pantaða ferð til eyjunnar Isabela. Isabela er stærsta eyjan af Galapagos og er þekkt fyrir skjaldbökur og flamengoa (sáum samt bara 1 flamengo) minnir mig. Að komast þangað tók 2 tíma í báti og auðvitað sofnaði ég með munninn opinn. Við fórum og skoðuðum skjaldbökur, og fleiri skjaldbökur, í þúsunda tali, skoðuðum flamengoa en sáum bara einn, borðuðum hádegismat með öllu fólkinu og spjölluðum við það.  Sjórinn þarna var einnig rosalega grænn, og þarna var mikið hraun, rosalega fallegt- minnti svoldið á Ísland nema sjórinn er miklu fallegri + þarna voru mörgæsir líka. Við snorkluðum líka, og sáum risa skötur en þarna voru miklar öldur þannig það var svoldið erfitt að synda, en sjórinn var samt sem áður rosa tær og fallegur. Aftur fórum við út að borða og snemma í háttinn.
DAGUR 4: Við héldum til eynnar Floreana, sem er algjör sjóræningja eyja. Hún lítur út fyrir það, alveg eins og í Pirates of the Caribbean og þarna eru sjóræningjahellar þar sem þeir sváfu í og auðvitað eru þar líka skjaldbökur! Aðeins of mikið af skjaldbökum á þessum eyjum, en þær eru rosalega mikilvægar fyrir Galapagos. Floreana er falleg eyja, rosalega græn en rosalega dularfull líka, næstum því hræddi mig smá, ég held að það sé útaf þessum sjóræningja anda. Við skoðuðum fullt á þessari eyju, eða allt sem eyjan hefur að bjóða, það er náttúrulega tilgangurinn með þessum ferðum. Við snorkluðum líka, með selunum og mörgæsunum sem var æði en svo héldum við heim. Við fórum út að borða þetta kvöld en vorum ekki viss um hvaða stað við ættum að fara á þannig við röltuðum um þangað til að við sáum eina konu sem við höfðum hitt bæði á Isbelu og Floreönu. Hún var einmitt að borða á einhverjum stað og hún mældi svo svakalega með honum, og bara sagði að hún hafi borðað þarna þrisvar sinnum áður, þannig við bara fínt borðum hér! Þetta var einn af verstu veitingastöðum ever, ég pantaði mér samloku....HRÆÐILEG, ég borðaði hana ekki,  ein pantaði sér Cesar salat sem var svo salt að meira að segja ég sem elska salt fékk næstum hjartaáfall við einn bita og Hin var bara ánægð með sinn mat sem var too good to be true ... en eftir hálftíma var hún komin með magaverk. LOL
Sjór, Floreana og Ecuadoríski fáninn


DAGUR 5: Besti dagurinn án efa! Afi minn reddaði okkur ferð til dýrustu eyjarinnar og fallegustu eyjunnar, Bartolome! Það var alveg must fyrir mig að sjá þessa eyju en ég var ekki viss um hvort það væri hægt því það kostar svona $200 dollara að fara, en það reddaðist. Þessi eyja er pínu lítil, eldfjalla eyja og er í raun bara tvær strendur, erfitt að útskýra og því set ég inn mynd: 


Þessi mynd kemur oft upp ef maður Googlar Galapagos. Ég tók þessa! Markmið ferðarinnar var algjörlega það að sjá eyjunna frá þessu sjónarhorni og eiga þessa mynd. Draumur rættist!


Bartolome; rautt hraun á móti þessum fallega sjó! 
Báturinn var rosalega fancy, það var boðið upp á æðislegan mat, besti matur hands down sem ég hef fengið hérna í Ecuador, og það voru allir svo almennilegir við okkur. Við vorum trítaðar vel enda vissu allir að ég væri "barnabarn" Skipstjórans Ramiro, haha. Það voru svona 40 aðrir farþegar á skipinu, allt ríkir Ameríkanar á aldrinum 50-60/70 ára en við spjölluðum alla ferðina við þau, og þau voru öll bara rosalega skemmtileg. Ein hjón buðu mér meira að segja að koma að heimsækja þau hvenær sem ég vildi og ég mætti endilega taka vin með mér. Hún skrifaði niður emailið sitt og heimilsfang og allt, hver veit nema að ég heimssæki þau einhvern tímann :) Það höfðu líka allir rosalegan áhuga á því að ég væri frá Íslandi og eins gott að ég tók eftir í Jarðfræði á fyrsta árinu mínu í Verzló því leiðsögumennirnir og túristarnir voru duglegir að spurja mig um Ísland og eldfjöllin þar og allt svoleiðis, enda er Bartolome líka eldfjalla eyja. Svo gaman hvað þau voru áhugasöm, einn kall vildi líka að ég segði honum allt um fjölskylduna mína heima, hann vildi bara heyra hvernig íslensk fjölskylda væri uppbygð. Guð mér leið svo áhugaverðri ;) Við snorkluðum líka við Bartolome eyju og það var besta snorkelið! Í sjónum í kringum Galapagos eyjar eru mikið af hákörlum, allt frá því að vera pínu litlir eins og þessi sem við sáum á Torguga Bay í að vera allt í 3 metrar á lengd!!! Hákarlarnir halda sig víst í köldum sjó, en þar sem við fórum á frekar heitum tíma sáum við ekki hákarla á þeim stöðum þar sem þeir halda sig yfirleit, til að finna kaldann sjó fara þeir á meira dýpi.  Ég er auðvitað mjög hrædd við hákarla og langði ekki að sjá hákarl meðan ég var að snorkla!! En þegar við vorum að snorkla við Bartolome tók ég eftir því að sjórinn var miklu kaldari en hina dagana við hinar eyjarnar og viti menn allt í einu var ég að synda með hákarli! Ég sem hélt að ég myndi garga og synda í burtu, kom sjálfri mér á óvart og fór nærri honum og elti hann! Þetta var æðislegt! Þannig ég er búin að synda með: HÁKÖRLUM, risaskjaldbökum, risaskötum, selum, sæljónum, mörgæsum og fiskum í öllum, stærðum, litum og gerðum. MÆLI MEÐ ÞESSU! Ég er aldrei að fara að gleyma mínum sundsprett með hákarlinum! Til að toppa þennan dag, fórum við út að borða á góðan stað, fórum svo á skemmtistað og drukkum kokteila og kynntumst þar 20 ára gömlum Breta og Ástrala sem við spjölluðum við heillengi.
DAGUR 6: Okkur langaði rosalega að heimsækja San Cristobal, aðra eyju á þessum degi en þar sem þetta var sunnudagur var bara enginn svoleiðis ferð sem var frekar leiðinlegt. Þannig planið var að vera bara á eyjunni okkar, fara á ströndina í fyrramálið en svo seinni partinn fara upp í fjöllin.  Minn kæri magaverkur lét sjá sig um morguninn þannig ég hélt mig á hótelinu um morguninn meðan þær fóru á ströndina.  En mér leið fljótt betur þannig við löbbuðum um bæinn og keyptum gjafir og minjagripi. Svo kom kall að ná í okkur sem fór með okkur í fjöllin, eða hálendið þar sem þetta voru ekki beint fjöll. Við fórum að skoða skjaldbökur...við vorum bara jeij, fleiri skjaldbökur GREAT. En þetta kom okkur mjög á óvart! Við höfðum alltaf verið að skoða skjaldbökur í dýragörðum en þarna fengum við að sjá þær í sínu venjulega umhverfi, og guð hvað þær voru stórar!! Svo hélt ferð okkar í svona hraun-göng alveg náttúruleg göng sem mynduðust í einhverju eldgosi. Þessir göng eru 400m löng, og eiginlega alla leiðina eru þau mjög stór, og hátt til lofts og stórir steinar útum allt nema á einum stað þar sem við þurftum að skríða. Þessi göng voru osom ... þangað til að ljósin slökknuðu!! Ég var bara ok Stefanía ekki freaka út, en ég var að deyja úr hræðslu. Við vorum inní miðjum göngunum þegar allt varð bara alveg svart, enginn sagði neitt! Ég byrjaði strax að leita af símanum mínum til að fá smá ljós, en sem betur fer eftir svona 30 sekúndur komu ljósin aftur á. En ef þau hefðu ekki gert það veit ég ekki hvað við hefðum gert. En það sem sagt rættist úr þessum degi og við fórum út að borða og hittum Bretan frá því frá kvöldinu áður og hann borðaði með okkur, rosa gaman.

DAGUR 7: Sem sagt mánudagurinn 7. maí héldum við heim til Guayaquil eftir æðislega ferð! Á leiðinni uppá flugvöll skoðuðum við "Los Gemelos" eða Tvíburana, tvær huge holur í jörðina, erfitt að útskýra þetta. Sýni frekar mynd, en allavegna það eru tvær svona holur og svo á milli þeirra er vegurinn, frekar svallt sko. 
Einn tvíburinn
Við vorum reyndar ekki settar í first class aftur en við sættum okkur við það þó. Þetta var einmitt dagurinn sem foreldrar mínir fengu Isabellu litlu í hendurnar, sem ég sagði frá hérna uppi :) 


Á markaðnum, Charlie, ég og Alvaro sem fór sem skiptinemi
til USA.
Frá því að ég kom heim frá Galapagos hef ég bara farið í skólann, verið með Sofie og Charlie og dáðst að litlu systur minni sem er alltaf að breytast. Mæðradagurinn var seinasta sunnudag, og hann er mjög mikilvægur hérna úi, miklu meira en heima! Þannig ég fór á laugardaginn með Michi út að borða í hádegismat, gaman að spjalla við hana og svo fórum við saman og keyptum gjöf og kort handa Monicu í tilefni mæðradagsins (ég er svo góður skiptinemi) og svo fór ég og keypti dress á litlu systur mína. Mig langaði að kaupa allt á hana! Líka þar sem hún kom svo óvænt var auðvitað ekkert tilbúið! Á laugardagskvöldið fór ég svo heim til Michi, og Charlie kom svo með Jean Pierre, vini sínum að ná í okkur og við fórum á svona úti markað í Parque Historico, ótrúlega krúttlegur markaður, og þar hittum við fleiri vini þeirra.  Á Sunnudaginn gladdi ég móður mína með gjöfum og svo fórum við fjölskyldan heim til systur Monicu, þar héldum við upp á mæðradaginn og borðuðum krabbakjöt. Fjölskyldan hennar Monicu virtist án djóks leið yfir því að ég væri að fara heim, og sagði mér að vera áfram eða heimssækja eins fljótt og ég gæti, sem er planið! Eftir matinn skutluðu svo Monica og Ramiro mér í mallið því þar var Margrét, íslenska stelpan sem býr í Esmeraldas!! Hún heimsótti mig líka í Desember og mikið rosalega var gott að sjá hana aftur!! Við fórum og fengum okkur nahcos saman og vá hvað það var gott að tala við hana, við vorum báðar með munnræpu allan tímann. Hún gisti svo hjá mér og daginn eftir fór ég með hana niðrí bæ og sýndi henni þessa fáu túristastaði sem Guayaquil hefur uppá að bjóða. Við löbbuðum um Las Peñas, 444 tröppur, ég held að þetta hafi verið mitt síðasta skipti. Þetta er bara of erfitt í svona sól! Auðvitað fengum við okkur Mcdonalds þar sem svoleiðis lostæti er ekki að finna í Esmeraldas (aumingja Margrét). En það var æðislegt að hafa Margréti í heimssókn, það verður líka svo gaman að ferðast með Íslendingunum heim til Íslands, hef ekki séð Jönu og Arnar frá því í ágúst!


Ég, Margrét og borgin mín Guayaquil.

Þessi helgi var svo bara róleg, ég fór með Charlie í tvær afmælisveislur sem var mjög fínt bara en svo í dag var veisla í tilefni þess að bjóða Dönnu Isabellu velkomna í fjölskyldu. Fjölskyldan hennar Monicu kom þá í heimssókn til að sjá prinsessuna í fyrsta skiptið. Allir voru saman komnir og Ramiro fór með ræðu til þess að skála; hann bauð Dönu velkomna en svo fannst mér rosalega sætt þegar hann sagði; þetta byrjaði allt með því að Stefanía kom til okkar, síðan þá hafa bara góðir hlutir gerst. Og Monica bætti við að ég væri stóra systir hennar og væri alltaf velkomin, og núna ættu þau tvær dætur. Guð minn góður ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um að heyra þetta. Ég fékk alveg tár í augun og aftur núna við að skrifa þetta. Er orðin svo væmin. En jæja læt þetta gott heita kæru vinir! 



 RANDOM P.S


P.S Laug að mömmu heima á Íslandi að ég væri trúlofuð og hún trúði því :O Og hún var ekki reið eins og ég bjóst við, hún bara "ERTU RUGLUÐ" hahahah gaman að sjá viðbrögðin.
P.S.S Í skólanum erum við sem sagt tveir skiptinemar; ég og Sofie.  Sofie er víst kölluð þessi "venjulega" en ég er kölluð "cookie face" eða smáköku andlit :( vegna freknanna, hahahah fyndið.
P.S.S.S Ef maður drepur skjaldböku á Galapagos eyjum þarf maður að borga $5000 dollara og fara 2 ár í fangelsi :O það er miklu meiri refsing en ef að þú drepur manneskju í Guayaquil. Skjaldbökur > Manneskjur.
P.S.S.S Ég var að tala við afa minn hérna um Galapagos en svo breytti ég um umræðuefni og sagði að Isabella, systir mín væri falleg. Þá sagði hann já, Isabella er rosalega skemmtileg eyja. LOL 
P.S.S.S.S Romina, 11 ára frænka mín vissi ekki að Monica og Ramiro væru búin að ættleiða - en ég hélt að hún vissi um barnið, þannig þegar hún kom í heimssókn spurði hún hvar er Monica? og ég bara "hún er uppi með stelpuna" og Romina bara "hvaða stelpu??" og þá áttaði ég mig á því að þetta átti greinilega að koma á óvart þannig ég bara "Heimilis-köttin, Salem" Romina horfði á mig eins og ég væri eitthvað klikkuð hahaha! 


Blesss kæru vinir, nú hljótið þið að vera byrjuð að sakna mín en örvæntið ekki heimför er á næsta leyti :(  en ég er ekki komin heim en strax byrjuð að plana ferð aftur út! 

Kær kveðja, 
Stefanía Sjöfn

Sunday, March 25, 2012

The Pursuit of Happiness

HolaHolaHolaHola!
Fullt af skemmtilegum hlutum búið að gerast, og þá er ég aðallega að tala um skiptivikuna í Cuenca.
Nokkrum dögum áður en ég hélt til Cuenca kom Zoe (Belgíu) og Mira (Þýskalandi) sem búa í Esmeraldas í heimssókn til Guayaquil til að skoða og heimssækja mig og Sofie. Zoe er skiptinemi en Mira var skiptinemi í Brasilíu en er núna sjálfboðaliði að kenna þýsku í Esmeraldas. Við sýndum þeim það litla sem Guayaquil hefur upp á að bjóða s.s túristastaði. Fórum í bíó, í eðlugarð, á McDonalds (enda ekkert svoleiðis í Esmeraldas) og eitthvað svona skemmtilegt. Það eru skiptar skoðanir á því meðal fólksins hvaða borg er hættulegust í Ecuador; þeir sem eru frá Guayaquil segja að Esmeraldas sé hættulegust en þeir sem eru frá Esmeraldas segja að Guayaquil sé hættulegust. Ég hef ekki heimsótt Esmeralds ennþá þannig ég get ekki dæmt, en Mira var bara þegar við vorum að labba um miðbæinn"VÁ HVAÐ ALLT ER ÖRUGGT HÉRNA, MÉR LÍÐUR SVO VEL, engir karlar að kalla eða blístra á eftir manni" Mér fannnst þetta ekki alveg jafn frábært enda heyrði ég alveg blístrin og köllin en þetta var greinilega ekkert miðað við Esmeraldas úfffff.

Já meðan ég man, íslenskan er ekki að koma fljótandi hérna hjá mér akkurat núna, það koma bara spænsk orð upp í hugann á mér - sem er mjög skrýtið en samt góðs viti.

CUENCA
Ég, Sofie (auðvitað, við erum límdar saman), Jonathan (Þýskalandi), Henry (USA) og Aukusti (snillingurinn frá Finlandi) drógum öll borgina Cuenca til að fara til í skiptivikunni. Gleði, gleði enda eftirsóttasta borgin hjá öllum. Við lögðum af stað í rútu sunnudaginn 26. febrúar. Þetta var einmitt afmælisdagur Monicu, mömmu minnar þannig það var svolið súrt en ég valdi voða fallegt kort handa henni og skrifaði á það og setti mynd af okkur, hún var víst voða ánægð. Mamma sendi henni líka gjafir frá Íslandi sem komu nokkrum dögum seinna en þær gjafir slóu í gegn. Allavegna rútuferðin gekk mjög vel fyrir utan það að áður en við lögðum af stað kom einhver strákur eða maður inn í rútuna og talaði í svona 20 mínútur um það hvað lífið hans væri erfitt og að hann hafi misst handlegginn og hnéið og öxlina og fullt annað.  Röddin hans var svo pirrandi og svo byrjaði hann að sýna okkur allt sem vantaði á líkamann hans og Guð hvað þetta var ógeðslegt - hann var auðvitað að betla. En svo fór hann og við héldum leið okkar til Cuenca. Á rútustöðinni tóku fjölskyldur okkar á móti okkur. Ungur maður tók á móti mér - ég giska á 30 ára en svo við nánari kynni kom bara í ljós að hann var bara 24 ára ungt lamb. Joel hét hann. Hann á heima í huge húsi og inní húsinu er líka veitingastaður sem selur mjög góðan mat! Hann kynnti mig fyrir mömmu sinni og systrum, man bara hvað önnur hét en hún hét Alexandra, hin systirin er flutt út þannig ég sá hana ekki mikið.  Mér líkaði strax vel við mömmuna því hún minnti mig svo á Indu ömmu, ekki leiðum að líkjast. Ég svaf á þriðju hæðinni, og var með hana bara eiginlega alveg fyrir sjálfa mig og herbergið var svo kósý! En Joel keyrði með mig um borgina og sýndi mér svona fallegustu staðina, kirkjur og eitthvað svona. Við fórum líka í snilldar ísbúð þar sem þar sem ístegundirnar brögðuðust eins og áfengi, það var hægt að fá með kampavíns-bragði, mojito bragði, bjór bragði og bara you name it, they had it! Svo um kvöldið fórum við með einhverri vinkonu hans í bíó á Jack and Jill sem er hræðilega fyndin mynd en það fyndnasta var hlátur host-bróður míns hahahaha. Eftir það fórum við á svona útsýnissstað til að sjá hvernig Cuenca liti út að kveldi.  Þar sé ég einhverja ljóshræða stelpu vera að horfa og nei nei er þetta ekki hún Sofie! Gaman að hitta hana með bróður sínum þarna á sama stað. Svo fór ég með bróður mínum og vinkonu hans að borða pizzzu á svona ís/pizza stað,  við vorum ekki búin að vera þar lengi þegar Sofie og bróðir hennar labba inn til að fá sér ís, hahaha það var fyndið. Tilviljanir.
Daginn eftir vaknaði ég snemma á mínum kvarða, þar sem ég er náttúrulega í sumarfríi en morgunmaturinn var borinn fram kl. 8. Ég fékk vægt sjokk þegar systir mín sagði mér klukkan hvað morunmaturinn væri og þá spurði hún "eða fyrr ef þú villt" ég bara "já nei takk, 8 hentar mér vel".  Morgunmaturinn var svakalegur! Alla dagana fékk ég ferskan safa, fulla skál af ávöxtum, brauð, egg, samloku og kaffi. Ég var með svo marga diska fyrir framan mig að ég vissi ekkert hvernig ég ætti að raða þeim, en almáttugur hvað þetta var gott en auðvitað alltof mikið. Það besta við þetta var að fá alla þessa ávexti, þau voru með hillur fullar af ávöxtum og ísskápurinn var fullur líka, ótrúlega gott. Ég held að fólkið í fjöllunum borði bara miklu meira af ávöxtum en fólið á ströndinni. Synd.
Um 10 leytið hittumst við allir skiptinemarnir sem drógum Cuenca við dómkirkjuna og löbbuðum um miðbæinn og skoðuðum kirkjur og söfn í fylgd sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðarnir í Cuenca eru margir og ungir! Ekkkert í líkingu við helvítis M*ry, sjálfboðaliðann og trúnaðarmanninn hérna - ég er búin að gera mér grein fyrir því að M*ry er versta manneskja í Suður Ameríku sem ég hef kynnst - og frábært hún er trúnaðarmaðurinn minn.  Allavegna við fórum á eitthvað índíjánasafn og í einhvern jurtagarð (drepleiðinlegt) og fórum á veitingastað og fengum okkur í gogginn en þessi dagur var alveg mjög góður, svo sögðum við skilið við sjálfboðaliðana og fórum á einhvern bar til að spjalla en síðan komu host systkinin mín að ná í mig.  Ég beið eftir þeim fyrir framan dómkirkjuna með Henry, okkur þótti það frekar öruggur staður þar þó að það var mjög dimmt þarna. Þegar ég settist inní bílinn var host systir mín bara "þú mátt ekki bíða þarna, þarna er alltof dimmt og það er mjög auðvelt að ræna þig þarna" ooops. Ég fór með þeim í verslunarmiðstöðina sem er kölluð mall en það eru tvær í borginni en hin er minni og er kölluð small, hahaha skondið. Alltaf bara eigum við að fara í mall eða small. Fyndið. Síðan skutluðu þau mér heim og ég var ekki lengi að sofna, þau fóru hins vegar út aftur sama kvöld og systir mín var rænd með stórum kjöthníf fyrir framan dómkirkjuna! Svakalegt, hún var að vara mig við þessu. Shit happens.
Daginn eftir, sem sagt á þriðjudeginum - vaknaði ég aftur og fékk morgunmat fyrir 5 manns en tók svo leigubíl niður í mollið og þar hitti ég alla krakkana, plan dagsins var að fara í dýragarð.  Dýragarðurinn var uppí fjallshlíð = labb og drulla.  Þessi dýragarður var ekkert svakalegur sko, þetta var meira bara eins og fjallganga með nokkrum dýrum á leiðinni, sáum sem sagt mjög fá dýr.  Ég, Aukusti og Jonathan nenntum ekki að labba með hópnum og drógumst því aftur úr. Allt í einu sáum við ótrúlega fallegan stað og litlir apar út um allt að hoppa um í trjánum og við vorum bara VÁÁÁÁ, hinir eru að missa af þessu. Við vorum þarna að taka myndir og dást af fegurðinni í svona 20 mínútur þangað til við ákváðum að finna hópinn, hópurinn var ekki langt undan og var einmitt að skoða apa líka. Við sem héldum að við höfðum bara rekist á apanna fyrir tilviljun. lol. Seinna fórum við öll svo og fengum okkur pizzu og settumst svo niður á einhvern bar og það var allt mjög kósý.
Miðvikudagurinn var rólegur, við hittum skiptinemana og fórum á svona Panama hatta safn því Panama hattar eru víst frá Cuenca, Ecuador en heita Panama hattar því efnið er frá Panama ... eða eitthvað álíka. Ég keypti mér allavegana hatt og er mjög ánægð með þau kaup, við löbbuðum um borgina og enduðum svo á Mexíkönskum stað til að borða hádegismat. Eftir það fórum við nokkur í mallið til að drepa tímann en Sofie var svo illt í maganum, hún var alveg að deyja en gat ekki ælt eða neitt þanng hún borðaði ekkert þessa viku og missti 5kg og var náttúrulega í skýjunum með það og talaði ekki um annað (þau eru nú reyndar komin öll aftur á hana sagði hún mér, en það er annað mál). En svo ákvað ég bara að fara heim, fjölskyldan var mjög hissa á því að ég væri komin svona snemma heim en við spjölluðum heillengi, örugglega í svona 3 tíma og borðuðum ávexti. Mjög nice.
Svo kom fimmtudagurinn og þá var planið að fara að Cajas sem eru svona lón uppá fjöllunum og þar á víst landslagið að vera rosalega líkt Íslandi-var ég búin að sjá á myndum. Fimmtudagsmorguninn var ég samt með svo mikinn magaverk að ég ákvað að fara ekki í þessa ferð - var eiginlega bara feigin að hafa ekki farið þar sem þetta var víst hin erfiðasta fjallganga og í svo mikilli hæð að litlu sem engu súrefni var hægt að anda að sér. + Þetta var mjög drullug leið. Og allir skiptinemarnir fengu víst póst um það að þau ættu að taka íþrótta skó og íþrótta föt sem meiga verða skítug með sér til að geta labbað þessar leiðir, en það fengu nátturulega allir þennan póst nema ég. Allavegana hafði host mamma mín svo miklar áhyggjur af mér útaf magaverknum og lét mig drekka eitthvað heitt vatn með jurtagrösum í og það vatn bragðaðist alveg eins og pizza. Svo átti ég að sofna og drekka svo eitthvað blómavatn. Og jújú þetta virkaði alveg, og hún var svo ánægð þegar ég sagði henni að mér liði betur! haha En um kvöldið reif ég mig upp og við fórum öll á skemmtistað, við áttum að mæta á einhvern bar kl. 9 og bróðir hennar Sofie ætlaði að ná í mig og hann kom klukkan 11. Ég var bara já æðislegt! Hérna er fólk að fara heim til sín klukkan svona 2 - 3, ekki eins og á Íslandi sem sagt. Þannig við komum alltof seint. Aukusti, strákurinn frá Finnlandi var flottur á því með romm flösku í einum vasanum og vodka flösku í hinum. Við fórum á einhvern ótrúlega spes skemmtistað þar sem stelpur fóru frítt inn en strákar þurftu að borga, en við þurftum að fara inn nokkur saman og fá svona kort, svona reikningskort sem við máttum ekki týna. Þannig ég geymdi kortið, en svo vildi einn strákur fá sér frískt loft þannig ég lét hann fá kortið, en hann komst ekki út til að fá sér frískt loft því við þurfum alltaf öll að fara saman út fólkið á kortinu (wtf). En þessi strákur var svo fullur þannig hann tíndi kortinu. Svo vildum við fara heim ég og Sofie þannig við ætluðum bara að labba út en nei þá var það ekki hægt þannig strákarnir fóru og fengu einhverja svona kvittun og á henni stóð Stelpur: 0 Strákar: 2 og við bara já fínt, þetta er örugglega rétt þar sem við fórum frítt inn. En nei það virkaði ekki þannig við komumst ekki út og ég var alveg að fá innilokunarkennd þarna, hræðilegt að komast ekki út. En loksins komumst við út og allt var í lagi. 
Daginn eftir voru allir svo þunnir og þreyttir þannig við héldum okkur ekki við plan dagsins heldur fórum niðrí bæ á kaffihús og eitthvað svona kósý. -þetta get ég ekkert gert í Guayaquil, labbað bara um og farið á kaffihús, þannig þetta var góð tilbreyting. En áður en ég hélt út fór ég í sturtu sem væri nú ekki frásögufærandi nema það að í Cuenca er frekar kallt eða svona eins og sumar á Íslandi, alveg kaldir dagar stundum. Og baðherbergið sem ég notaði alltaf var með glugga á en það var engin rúða í glugganum þannig kuldinn kom bara inn, og þar sem það er kallt eru allir með heitt vatn það er bara ekki hægt að fara í sturtu í köldu vatni í svona veðri.  En það kom bara kalt vatn í þessari sturtuferð hjá mér, og að þrífa á sér hárið með svona ísköldu vatni var bara impossible ég var byrjuð að titra og fá brainfreeze og allt. Ég var handviss um að ég væri komin með heilahimnubólgu eftir þetta, og allan þennan dag var mér ísskalt. Sofie dró mig samt út um kvöldið. Host bróðir hennar kom og náði í mig með vini sínum; bróðir hennar var alltaf að reyna að koma mér saman við einhverja vini sína en ég bara nei takk. Þetta kvöld fórum við á annan skemmtistað, við komum svoldið snemma og loftkælingin var bara í botni við vorum öll bara í jökkunum okkar að frjósa en þetta lagaðist nú þegar leið á kvöldið. Ég dansaði svo mikið, ég hef aldrei skemmt mér eins vel, mjög gaman.
Laugardagurinn rann svo upp og ég var svo heppin að bróðir minn nennti að fara með mig að skoða IngaPirca, stærstu Inca rústir í Ecuador. Ég mátti bjóða Sofie með. IngaPirca var AWESOME! Vá, og við vorum með leiðsögumann og það var æðislegt að heyra söguna á bak við allt þetta. Mjög ángæð með að hafa fengið að fara þangað! Það var alveg tveggja klukkutíma keyrsla þangað og tilbaka en Joel keyrði á 140 þannig þetta gekk hratt fyrir sig. á leiðinni heim fórum við í GoKart sem var snilld. Ég setti á mig hjálm en fattaði ekki hvernig hann virkaði fyrr en ég sá að það var svona stórt gat fyrir augun og nef, frekar vandræðalegt en guð hvað Joel og vinur hans hlógu að mér. hahahah
Svo þurfti Joel að fara að læra fyrir eitthvað próf þannig hann skutlaði mér og Sofie niðrí bæ og við fórum á veitingahús og fengum okkur steik! Æðislegt að fá almennilegt kjöt og sósu! Svo röltum við um og fengum okkur kaffi annarstaðar og svo þegar við ætluðum að ná í taxa sáum við Henry, Jonathan og Aukusti þannig við fórum á bar með þeim en héldum svo frekar snemma heim en þeir fóru víst á eitthvað svakalegasta fyllerí ævi þeirra. Þegar ég kom heim voru allir að vinna því veitingastaðurinn var náttúrulega opinn og Alex, systir mín sér um ávextina og eftirréttina þannig ég fékk huge skál af ávöxtum og fékk svo að prófa súkkulaði kökuna hennar, mjööööööög gott! 
Sunnudagurinn var dagur heimfarar, ég borðaði morgunmat en fór svo með Alex og hinni systurinni niðrí bæ þar sem það var kvennahlaup eða eitthvað svoleiðs, svo fór ég heim að pakka en svo kölluðu þau á mig og sögðu að hádegismaturinn væri tilbúinn ég bara ... vá ég var að borða morgunmat! Það var ekkert annað en NAGGRÍS í matinn. Eitt orð: OJ! Það ógeðslegasta sem ég hef smakkað, bragðið á kjötinu var bara viðbjóður. Þau átu þetta öll með bestu list enda er þetta víst sparimatur, oj.  Svo var komið að kveðjustund, ég fékk alveg tár í augun þegar ég kvaddi mömmuna og þegar við vorum á leiðinni á rútustöðina en svo var ég bara "Stefania taktu þig saman í andlitnu, þú varst hjá þeim í viku" En þau voru svo æðisleg og sögðu að ég mætti alltaf koma í heimssókn og skrifuðu niður heimilisfangið fyrir mig og sögðust hlakka til að sjá mig aftur. Gaman að heyra það! Þau voru líka alltaf bara, viltu ekki búa hérna í Cuenca? "Þú verður að finna þér einhvern strák til að giftast svo þú getur búið hérna", haha. En Guð hvernig mun mér eiginlega ganga að kveðja Monicu og Ramiro þegar ég fer heim, úffffffff!
Það var svoldið skrýtið að koma heim og fara aftur í "rútínuna" en samt svo þæginlegt að koma heim til Monicu og Ramiro þar sem ég þekki allt og svona.
Þá er ég búin að segja frá ferðinni til Cuenca, Cuenca er svo falleg borg, væri ekkert á móti því að flytja þangað í smá tíma einhverntímann, ég sá það samt alveg hvað ég var orðin vön hitanum, mér var alltaf kallt þarna.

Y que más ? Ég er bara byrjuð að hlakka til að byrja í skólanum, sem er í byrjun apríl. Samt sjúklega nice að vera í fríi og sofa út og geta farið í sundlaugina og svona, líka svo nice því Monica vinnur heima núna þannig við borðum alltaf hádegismat saman og spjöllum heillengi, það er mjög kósý! Hún sagði mér líka í fyrradag eða eitthvað hvað hún og Ramiro væru ánægð með mig og hvað þau væru heppin að hafa mig sem skiptinema og að ég gangi svo vel um herbergið og láti alltaf vita hvar ég er. Ég hef aldrei verið jafn ánægð með hrós. Varðandi fjölskyldumál og líðan hérna í Ecuador akkurat núna þá finnst mér stundum bara eins og að ég svífi um á einhverju skýji, allt er svo gott! 

Svo erum ég og Sofie byrjaðar að eyða miklum tíma með Michi, stelpu úr skólanum. Hún er rosalega nice og elskar menningar og allt svona þannig henni finnst gaman að vera með okkur. Því hérna er erfitt fyrir okkur að eignast vinkonur, þær eru allar frekar öfundsjúkar og gefa okkur illt augnarráð. En Michi er frekar frábær og hún er dugleg að bjóða okkur með sér að hitta vini sína. Um daginn fórum við í mallið til að hitta hana, hún var með einhverjum vini sínum og hún kynnti mig fyrir honum og augun hans stækkuðu um helming og hann bara "Þú ert frá Íslandi ekki satt????" og ég bara vá hvernig veit hann það? En þá hafði Michi sagt honum það og hann er svo áhugasamur því systir hans bjó á Íslandi í eitt ár með manninum sínum sem er frá Mexíkó fyrir einhverjum 2 árum eða eitthvað. Hann, heitir Charlie, Charlie var búinn að segja systur sinni að Michi ætti vinkonu sem væri íslensk og systir hans bara "Ég vil hitta hana! Bjóddu henni heim! Bjóddu henni í mat!" en hann þekkti mig ekkert þannig hann gat það ekkert hahah. Ég talaði inná talhólf systur hans á íslensku og henni þótti víst voða vænt um það.  Þennan sama dag hittum við annan vin Michi og hann bauð okkur að fara út að borða nokkrum dögum seinna. Við gerðum það, fórum á Chili's ég, Sofie, Michi, Jean Pierre (vinur Michi sem ég hafði hitt nokkrum sinnum áður) og Charlie. Þegar við vorum að labba á veitingastaðinn hitti ég systur hans Charlie og mann hennar og það var rosalega gaman að hitta þau! Við töluðum saman á spænsku en það er greinilegt að þau elska Ísland og voru bara "kanntu að búa til kleinur?" ég bara nei sorry en maðurinn kann víst að búa til kjötsúpu, sem er uppáháldið þeirra og þau ætla að bjóða okkur einhvern tímann í mat, það verður snilld. Allavegana á veitingastaðnum mætti einn strákur, Enrique sem ég hafði líka hitt áður, hann heilsaði okkur öllum og svo settist hann fyrir hliðina á mér. Hann var í svona grænum bol á sem stóð á "Irish" hann bara "Já Stefanía, ég fór í þennan bol fyrir þig en svo á leiðinni hingað fattaði ég að þú ert frá Íslandi, ekki í Írlandi" Þið getið ímyndað ykkur hvað mér fannst þetta skondið. 
Eftir matinn fórum við heim til Michi, í sundlaugar húsið hennar og héldum svona smá mini party, það var snilld. Þetta var allt í þarseinustu viku. En svo á þriðjudaginn 13. mars spurði Michi okkur hvort við vildum koma og borða pizzu með vinum hennar og við bara já fun. Við fórum heim til einhverrar vinkonu hennar og svo á flugvöllinn...ég bara hvað erum við að gera hérna á flugvellinum, þá voru allir vinirnir að fara að kveðja Charlie því hann var að fara til Argentínu í mánuð. Ég og Sofie vorum þarna umkring nánustu ættingjum hans og vinum eins og illa gerðir hlutir, allir geggjað leiðir yfir því að hann væri að fara og við bara jááá einmitt. Mig langaði bara að segja "Slökum á, hann er bara að fara í mánuð, ÉG FÓR Í 10 mánuði!!" en ég ákvað að sleppa öllu drama. En krakkarnir voru mjög skemmtilegir en þetta var samt skemmtilega skrýtið!  Eftir þetta fórum við með Michi og vinkonunni sem heitir Melissa að borða pizzu og það var bara mjög gaman! 
Fimmtudaginn 15. mars var Michi búin að bjóða mér og Sofie í eitthvað party hjá vini vinar sínum. Við vorum samferða Michi í partyið og okkur brá svakalega þegar við löbbuðum inn. Þetta var í lítilli íbúð sem var full af karlmönnum og reyk, það voru engar stelpur.  Michi fór að tala við vin sinn, en henni leist ekkert á þetta. Sofie bara "Ég er hrædd" en einhverra hluta vegna var ég bara nei, nei þetta er í lagi (skrýtið, þar sem ég er ekki chilluð manneskja) en svo settumst við niður þar hjá þeim og ég byrjaði svona að horfa í kringum mig. Ég sá bara karlmenn með alltof mikið hárgel útum allt, í öllum herbergum og alltof stóran lás á hurðinni. Þannig ég bara "ok sofie ég er að freaka út". Við héldum uppi kurteisislegum samræðum í smá stund en þegar við vorum spurðar sögðumst við eiga kærasta í heimalöndunum okkar og þá leit einn á mig og spurði "ertu honum trú eða ótrú?" og glotti svo hrottalega þannig við fórum :) Sögðumst vera svangar þannig við fórum á McDonalds. Michi var miður sín því hún hefði ekkert farið með okkur þangað ef hún vissi hvernig þetta yrði. En kvöldið var bara gott eftir þetta, við fórum á diskótek en það var leiðinlegt þannig við fórum á annað diskótek þar sem við hittum Inu, Hönnu og Ali - skiptinema líka og skemmtum okkur konunglega þetta kvöld. Við kynntumst strákum úr Samborondon (hverfinu þar sem við búum) og þeir skutluðu okkur heim -ég veit mamma, það var ekki alveg það skynsamlegasta en þeir voru rosalega skemmtilegir allir saman.  Þeir töluðu allir næstum fullkomna ensku enda kom það í ljós að flestir þeirra höfðu farið á skólastyrk til Bandaríkjanna. Og þeir buðu okkur uppá McDonalds en  ég og Sofie afþökkuðum pent því það væri þá í þriðja skiptið sem við borðuðum Macdonalds þennan dag - kannski aðeins of mikið af því góða :)
Daginn eftir chillaði ég bara heima með Monicu en fór út um kvöldið á einhvern svona bar, það var fínt nema ÞAÐ VAR SVO MIKIL RIGNING! Það sást ekkert útúm bílrúðuna og að stíga út úr bílnum þurfti ég að stíga í sundlaug fyrst þannig ég fór svona 5 sinnum í sturtu þetta kvöld.
Morguninn eftir, Laugardaginn þurfti ég að vakna fyrir allar aldir eða það er að segja klukkan 7 og hafa mig til fyrir ströndina. Michi bauð mér með sér og fjölskyldunni sinni. Við vorum sem sagt ég, Michi, ein vinkona Michi, mamma hennar, frænka hennar og 2 bræður öll í einum bíl. Við fórum á svona bát eða snekkju þar sem við gátum legið í sólbaði, synt í sjónum eða farið á jet ski. Guð hvað það var gaman. Og sjórinn er svo heitur! Snilld að synda í honum. Við vorum "úti á hafi" þangað til klukkan svona 8 en þá  fórum við uppí íbúðina sem pabbi hennar Michi á í Salinas (litla Benidorm) og fórum í sturtu og gerðum okkur til. Önnur vinkona Michi bættist við og þær voru rosalega skemmtilegar. Við borðuðum Taco öll saman og fórum svo á skemmtistað.  Þessi skemmtistaður var HUGE og ég hitti 3 stráka úr skólanum sem var gaman en fjörið stóð ekki yfir lengi þar sem mamma Michi hringdi allt í einu brjáluð í hana, því þá mátti hún víst ekki fara út þannig við þurftum að fara heim sem voru góðar fréttir fyrir mig þar sem ég fékk hræðilega í magann af þessum helvítis Taco-um. Ég lagðist uppí og sofnaði á 30 sekúndum en pabbi hennar Michi veiktist líka og svaf víst ekkert.  Daginn eftir löbbuðum við um Salinas, fórum og keyptum okkur pizzu og hittum einhverja vini Michi og spiluðum ping pong en svo um kvöldið var haldið heim á leið. Það fannst öllum í þessari ferð awesome að ég væri frá Íslandi og Norðurljósin voru aðalumræðuefnið.


Þar sem Cuenca er svo æðisleg borg og við skemmtum okkur svo vel þarna í skiptivikunni vorum við allir skiptinemarnir mjög spenntir þegar við fréttum af því að þar ættu að vera huge tónleikar. En þar sem við megum ekki ferðast eða gera neitt án AFS leyfis og AFS er duglegt að senda fólk heim var ég áhyggjufull að fara án leyfi.  Ég var líka áhyggjufull að fara aftur til fjölskyldunnar sem ég var hjá í skiptivikunni, þó að þau sögðu að ég væri alltaf velkominn þá veit ég að Joel, bróðir minn er mjög upptekinn og ég mundi þurfa að taka herbergið af honum sem mér var illa við. En þá kom engillinn, hún Monica host mamma mín og bauðst til þess að fara með mér.  Fyrir marga aðra skiptinema gæti þetta verið þeirra versta martröð; að host foreldri komi með í ferð en Monica er "super chevere" eins og við segjum hérna í Ecuador eða svaka svöl þannig þetta var því bara gaman. Þriðjudaginn 20. mars fórum við fullt af krökkum úr Guayaquil saman í rútu en svo splittuðumst við upp, hver fór á sitt hótel eða þar sem hann ætlaði að gista.  Ég og Monica deildum hótel herbergi saman á krúttlegu hóteli í miðbæ Cuenca, við komum okkur fyrir og löbbuðum svo smá um bæinn þangað til að við fundum veitingastað til að borða á. Sofie kom svo seinna og borðaði með okkur en svo hélt Monica heim á hótel og ég og Sofie fórum í mallið til að kaupa miða á tónleikanna. Við vorum reyndar löngu búin að biðja bróður hennar Sofie um að kaupa miða handa okkur og hann bara já ekkert mál og svo þegar við vorum mættar á staðinn var hann bara "æ sorry ég átti ekki pening" Svo típiskt hérna í Ecuador. En eftir það löbbuðum við meira um bæinn og fengum okkur kaffi og vorum bara eitthvað að chilla, svo sáum við 2 skiptinema labba fram hjá kaffihúsinu en þeir búa allt annarstaðar í Ecuador þannig það var gaman að hitta þá. Þeir joinuðu okkur og við fórum á einhvern bar og svo komu fleiri þangað til að hitta okkur en svo hittumst við allir skiptinemarnir á öðrum bar þar sem var dansað og fullt skemmtilegt. Seinna var farið á arabískan stað og fengið sér shawarma sem er arabískur matur, mjög góður og reykt pípu.
Tónleikarnir voru daginn eftir, ég og Monica vöknuðum og fengum okkur morgunmat á hotelinu enda var hann innifalinn en svo stússtuðumst við eitthvað, löbbuðum um bæinn, leituðum að einhverju heilögu víni fyrir Ramiro, skoðuðum eitthvað nunnu klaustur og nunnu safn, fórum í svölu ísbúðina þar sem ísinn er seldur með áfengisbragði. Ég fór síðan á hótel og fór í sturtu og svona en svo fengum við okkur að borða og svo hitti ég hina skiptinemana og við héldum á tónleikanna.  Ég veit ekki afhverju en ég hélt að tónleikarnir væru innan hús en það var sem sagt ekki þannig og það rignir alltaf á fullu í Cuenca þannig við keyptum okkur svona flottar regnsláir. Allir skiptinemarnir keyptu sér ódýrustu miðana á þessa tónleika, þannig við vorum á frekar ömurlegum stað og sáum lítið. Þetta var á svona leikvangi og svæðið var girt af með stórri girðingu en allt í einu opnaðist lítil hurð á "grasið" sem sagt miklu nær sviðinu og auðvitað stukku allir af stað til þess að komast á betra svæðið.  Allir skiptinemarnir hlupu líka af stað og ég bara "þetta á eftir að enda illa" en ég ætlaði ekki að vera ein eftir á ódýra svæðinu þannig ég hljóp líka. Guð minn almáttugur, þetta var hræðilegt, það voru allir að ýta öllum og fólk datt, og fólk labbaði yfir annað fólk ég hrasaði um einhverja manneskju en náði að halda mér í en Sofie varð undir fólkinu, þetta var ekki gaman en loksins losnuðum við út úr þessari kássu. Og þá tók við að klifra yfir fullt af girðingum, án djóks mér leið eins og Mexíkana að reyna að komast yfir landamærin yfir til Bandaríkjanna. Buxur hjá sumum rifnuðu og sumar stelpurnar voru grátandi en svo á endanum vorum við öll komin saman miklu nær sviðinnu og allt rosa gaman. Tónleikarnir voru geggjaðir, þetta voru tvær hljómsveitir; Calle 13 sem er rosalega fræg hljómsveit meðal ungs fólks í Suður Ameríku, lögin þeirra eru um suður amerískan raunveruleika og erum með miklum takti í en Manuchao var hin hljómsveitin sem er með aðeins hressari lög og hélt uppi frábærri stemmningu. Ég dansaði svo mikið að ég var að deyja úr harðsperrum daginn eftir - hahaha og reyndar líka með fullt af marblettum. Tónleikarnir samt ætluðu aldrei að taka enda, Manuchao þakkaði svona 5 sinnum fyrir sig og fór af sviðinu og kom svo aftur en við fórum og vorum svo svöng þannig við ætluðum að fá okkkur eitthvað arabískt en staðurinn var svo leiðinlegur við okkur og gaf okkur aldrei matinn okkar þannig ég fór svöng að sofa. En samt frábært kvöld. Ég og Monica héldum svo heim á fimmtudaginn í rútu eftir æðislega ferð til Cuenca.
Helgin er bara búin að vera rosalega róleg, í dag er ég reyndar búin að vera veik, með kvef og hita held að það sé vegna hitamunarins á Cuenca og Guayaquil.


P.S Gleymdi að segja ykkur að þegar ég fór á ströndina um daginn þá sagði 10 ára "frænka mín" við mig, sem hefur hitt mig margoft "Stefanía þú ert með sand í andlitinu" ég bara ó og reyndi eitthvað að taka sandinn af en hún "bara nei hann er þarna ennþá" og þá alltí einu heyrðist í Monicu "Romina, viltu hætta þessu, þetta eru freknur!!!!!" ég bara lol.
P.S.S Var að borða kvöldmat með Monicu áðan og við vorum eitthvað að tala um að fólk sem fari sem skiptinemi fitnar alltaf og eitthvað svona og þá sagði hún "Mér finnst þú ekki hafa fitnað en ég tek samt eftir því að kinnarnar þínar hafa stækkað frá því að þú komst" hahaha ég þarf ekki á stærri kinnum að halda.  Ég mun koma heim með stærri kinnar en Hendrik sæti.
P.S.S.S Gleymdi líka að segja að ég og Sofie buðum Monicu út að borða á voða fínan stað í tilefni afmælisins hennar og ég held að hún hafi bara verið rosalega ánægð með það, Ramiro kom svo og joinaði okkur, honum leið eitthvað illa yfir því þar sem þetta átti að vera stelpu kvöld en hann kom með rósir handa okkur sem var krúttlegt - við buðum honum auðvitað bara líka :) gaman að gera eitthvað fyrir þau líka.


En jæja, ég lifi sem sagt ljúfa lífinu hérna í Ecuador, mikið sakn heim en langar samt ekki að þetta ævintýri taki enda. En er staðráðin í því að ég ætla njóta lífsins míns hérna í botn 
þangað til næst ... 
-Stefanía Sjöfn

Tuesday, February 21, 2012

If I can make it here I can make it anywhere

Sæl verið þið.
Eins og þið sjáið er ég ekki alveg nógu æst í að blogga eins og í byrjun, enda þá var allt svo svakalega framandi, núna er þetta orðið heimili mitt þó að ég fái auðvitað ennþá smá sjokk við og við.
Húsið mitt sem lyktaði svo skringilega, lyktar ekki lengur og allt er eitthvað svo þæginlegt. Monica og Ramiro eru mestu yndin, er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað verið heppnari með fjölskyldu. Það er eins og þau verða bara betri og betri, samband okkar sem var styrt í byrjun er núna mjög afslappað. 
Ég er mjög heppin með það hvað þau eru opin, þau eru ekki svona hræðilega kaþólsk, þau eru frekar nútímalegir foreldar; ég er ekki með útivistartíma eða neitt svoleiðs. Fyndið, Ramiro bankaði á hurðina mína kl 7 einn morguninn til að gá hvort ég hefði komið heim kvöldið áður....ég bara lol já fyrir löngu.

Ætlaði að hafa þetta blogg video blogg en ég er ekki í stuði fyrir að tala (ótrúlegt en satt) þannig þetta verður að duga.

Ég er með alveg hræðilega góðar fréttir! Helvítis grillos, þarna fljúgandi kakkalakkarnir sem ég sagði frá í seinasta bloggi og voru að gera lífið mitt hræðilegt - eru næstum farnir! Þeirra árstíð er búin, það eru einhverjir örfáir eftir en ekkert í líkingu við það sem var. Jesús almáttúgur. Einu sinni kom ég heim um kvöld og leit út um stofugluggann og á húsveggnum voru svona án djóks 100 grillos, ég var að pæla í að taka mynd en gerði það ekki, vil ekki eiga neina minningar af þessu.  Ég fór svo uppí herbergið mitt þetta sama kvöld og host pabbi minn fór í gegnum allt herbergið áður en ég labbaði inn, og drap það sem þurfti að drepa. -hann gerði það alltaf áður en ég labbaði inn í herbergið, og opnaði alltaf útidyrahurðina þannig ég gat hlaupið beint inn í hús úr bílnum án þess að eitthvað ógeð myndi hoppa á mig.  -Hann er engill.  Ég held að ég hafi staðið í svona 30 mínútur og horft á rúmmið mitt áður en ég þorði loksins að setjast í það.  Ég svaf ekkert þessa nótt og var hænuskrefi frá því að spurja hvort ég mætti sofa uppí hjá host foreldrum mínum hahaha. Ég held án djóks að ég hafi verið á barmi taugaáfalls!  Það er ekkert hægt að sofa þegar maður veit ekki hvað eru margir kakkalakkar inni hjá manni, og svo komast þeir inn þegar þeir vilja og það versta er að heyra þá reyna komast inn, labba upp gluggann (þeir komast inn í samskeytunum) og detta svo en reyna svo aftur. Ömurlegt líka að koma heim (þegar ég var ein heima) og finna alltaf bara einn kakkalakka undir koddanum, annan undir lakinu og einn í sturtunni. Agalegt, ekki hægt að venjast þessu. En ég er rosalega ánægð að þetta tímabil sé búið. Þetta voru erfiðustu 4 vikur í lífi mínu (í fullri alvöru).  Monica sagði mér áðan að henni hefði ekki komið á óvart ef ég hefði byrjað að pakka niður í tösku. En ok það eru bara bjartir tímar framundan þar sem þetta tímabil er búið.

Að skemmtilegri hlutum úr daglegu lífi mínu, hitt og þetta sem mér dettur í hug:
-Ég fór með fjölskyldunni í 15 ára afmælisveislu um daginn. Það var mikið talað um þessa veislu mörgum dögum áður og ég komst að því afhverju þegar ég mætti í veisluna. Monica var í sínu fínasta pússi og Ramiro í jakkafötum. Veislan byrjaði kl 8 en við mættum klukkan 11 (mjög Suður Amerískt að mæta svona seint). Allur dagurinn fór samt í undirbúning fyrir þessa veislu, við fórum snemma á fætur og fórum niðrí bæ til að leita af einhverju til að fullkomna dressið hennar Monicu. Monica þurfti svo að fara í skólann sinn og ég og Ramiro áttum að nota tímann og leita af einhverri pínulítilli tösku sem passaði við kjólinn hennar .... já nei við fundum ekki þessa tösku, heldur rúntuðum um borgina, fórum á veitingastað og í bíó og fullt meira, voða næs. En já aftur að veislunni. Veislan var haldin í einhverjum svaka sal, og hann var allur skreyttur með blómum og myndum af afmælisbarninu. Afmælisbarnið, 15 ára var í hvítum brúðarkjól með kórónu ef ég man rétt og það var auðvitað brúðarterta líka. Ég fékk vægt sjokk þegar ég labbaði inn í salinn, enda fullt af fólki allir svaka vel dressaðir. Það fyrsta sem ég hugsaði var bara "ekki segja mér að ég þurfi að kyssa allt þetta fólk" -sem betur fer þurfti ég bara að kyssa svona 20 manns.  Ég var búin að vera í veislunni í svona 3 mínútur þegar 3 ungir, mjög sætir strákar, mjög asnalega klæddir - augljóslega skemmtikraftar labba inn og labba strax í áttina að mér.  Ég bara fokk, ekki eru þeir að koma til mín, og svo bara nei það getur ekki verið. En jújú... einn ætlaði bara að rífa mig upp úr stólnum til að dansa en ég bara nei, nei ég vil ekki. En hann hætti ekki að reyna og ég bara nei!!! það var ekki að virka þannig ég bara MONICA HJÁLP!!!!! og hún bara sorry þú verður að fara. Þá varð ég pirruð og meira segja setti upp "my angry face" en það virkaði ekki þannig ég þurfti bara að gjöra svo vel að fara með þessum pilti að dansa fyrir FRAMAN ALLA. Sem betur fer kom svo fleira fólk á gólfið en ég hélt á tímapunkti að það ætlaði að líða yfir mig úr vandræðaleika. 
-Fyndið líka að ég sagði host foreldrum mínum að mig vantaði sokkabuxur til að vera í við kjólinn og þau bara já ekkert mál! Og við fórum spes ferð að kaupa sokkabuxur og þau keyptu handa mér 8 pör!! Eitt hefði verið nóg sko, en samt krúttlegt hvað þau taka öllu svona alvarlega.
-Ég og Sofie fórum einn föstudaginn með Javier (fyndni strákurinn sem sagði við Sofie "You're boring" - í seinasta bloggi), Jean Pierre og Randy heim til Randy.  Jean Pierre er í skólanum okkar, þannig höfum alveg hitt hann oft, hann hringdi í okkur bara "please nenniði að koma gera eitthvað skemmtilegt!" ég og Sofie bara ok jújú. Við fórum heim til Randy, sem við vorum að hitta í fyrsta skipti. Hann á heima í húsi sem er HUGE. Við spjölluðum saman heillengi, fyndið samt Jean Pierre var svo eftir sig eftir eitthvað próf sem hann tók fyrr um daginn þannig hann sofnaði bara, skil ekki afhverju hann var þá svona æstur í að sjá okkur. En Javier, það eru ekki til orð yfir það hvað hann er fyndinn, það er ekki hægt að lýsa því. Ég held að hann sé fyndnasti strákur sem ég hef hitt (meira að segja fyndnari en Hjörvar - vissi ekki að það væri hægt). Allavegna við vorum heima hjá Randy alveg langt frá á nótt.  Við gistum svo hjá Sofie um nóttina.  Beatriz, host mamma Sofie var nokkrum dögum áður búin að bjóða henni með sér í eitthvað háskólaparty, þar sem hún er yfirkennari með öllum nemendum hennar. Sofie bauð mér með og ég bara jájá afhverju ekki, það átti sem sagt að vera klukkan 10 á laugardagskvöldið sagði hún mér.  Klukkan 9:30 laugardagsmorguninn kemur Beatriz inní herbergið þar sem ég og Sofie sváfum og bara "STELPUR VAKNIÐI VIÐ ERUM AÐ FARA!!!!" Ég og Sofie að deyja úr þreytu, bara ohh hvað nú? Við ákváðum samt að fara fram úr og byrja að klæða okkur, vissum reyndar ekkert fyrir hvað. Svo föttuðum við allt snyrtidótið hennar var heima hjá mér (því hún hafði gist hjá mér daginn áður) og mitt dót var líka heima hjá mér, við vorum ekki einu sinni með tannbursta! En við klæðum okkur en sko horfir Beatriz á okkur, bara "stelpur ætliði í þessu? þið verðið allavegana að fara í íþróttaskóm til að geta hlupið" og þá vorum við bara ha? hvert erum við að fara. Þá kom það í ljós að "partyið" sem átti að vera kl 10 um kvöld var íþróttahátíð klukkan 10 um morgunn!! Almáttugur hvað ég var pirruð. Ef að ég hefði vitað þetta hefði ég afþakkað þetta tilboð pent.  Ég hélt að ég myndi drepa Sofie, hvernig er hægt að misskilja þetta?? En allavegana við fórum með eins og við vorum búnar að lofa.  Það var fáránlega mikið af fólki þarna, sundlaug, grill og matur. Við létum Beatriz vita að við værum ekki í stuði né skapi til að taka þátt í íþrótta þrautunum og hún bara já ekkert mál, setjist þið bara niður og horfið á.  Við bara hjúkkett.  Svo fer Beatriz að blaðra eitthvað í míkrafóninn og byrjar að kynna okkur (frábært) svo er hún bara já og Stefanía er frá ... frá ... ææ Stefania hvaðan ertu eiginlega? Og ég þurfti að öskra Islandia yfir allt. Svo suðaði hún í okkur í míkrafóninn að taka þátt í þrautunum en við vorum svo innilega ekki í skapi. Þannig þetta var ekki skemmtilegt.  Seinna um kvöldið fórum við samt heim til Javier, loksins fengum við að fara inn í húsið hans. Hann var með okkur í skólarútu, og alltaf þegar við stoppuðum fyrir framan húsið hans þurftum ég og Sofie að passa okkur að falla ekki í yfirlið, húsið hans er svakalegt. Hann bauð okkur kvöldið áður heima hjá Randy og við bara já ertu að fara að halda party? og hann bara NEI, nei, nei alls ekki þetta er bara smá hittingur, mjög lítið af fólki. Þegar við komum svo heim til hans var húsið fullt af fólki! En mjög skemmtilegir strákar, þannig þetta var gott kvöld. Við gistum heima hjá mér um nóttina og morguninn eftir fórum við að stússast með Monicu og Ramiro. Versluðum í matinn, fengum okkur hádegismat og svona. Mjög fyndið atvik þegar við sátum og vorum að drekka djús og Monica bendir á einhverja mynd sem hékk á einum vegg rétt hjá og hún er að tala um eitthvað grænmeti en við skiljum ekki spænska orðið, þannig við erum bara hvað ? hvað ertu að tala um ? og hún bara allt í einu "the white shit over there" Við vorum bara hvaðan kom þetta??! en þetta fannst okkur rosalega fyndið.
-MIDSTAY CAMP í lok janúar var AFS helgi, þar sem skiptinemarnir hittast með nokkrum sjálfboðaliðum, fara í leiki, ræða málin og hafa gaman. Það var ein svona helgi í september en þá var ég veik þannig ég komst ekki þannig ég vissi ekki alveg hverju ég átti að búast við. Allir hérna í Guayaquil áttu að fara til Piñas ásamt krökkunum í borgunum í kring. Monica skutlaði mér á rútustöðina, þar sem það eru 4-5 tímar + til Piñas. AFS trúnaðarmaður okkar kom alltof seint og þá kom í ljós að hún var ekkert búin að kaupa miða í rútu fyrir okkur, þannig það var allt í rugli og við þurftum að bíða í 4 tíma á stöðinni. Þetta var byrjað að yfirtaka allan daginn hennar Monicu þannig ég bauð henni að fara ef hún vildi og hún bara glætan ég er ekki að treysta trúnaðarmanninum til að geta þetta.  Loksins komumst við uppí rútu, Sofie var búin að sparka í kókflöskurnar okkar þannig þegar ég opnaði mína fór allt yfir mig...ferðin byrjaði vel sem sagt. Líka gaman að segja frá því að ég var í spreng alla ferðina.  Hótelið okkar var rétt fyrir utan Piñas, í einhverri fjallshlíð í ponku litlu þorpi og falleg tré allt í kring. Ein stelpa frá Belgíu býr einmitt á hótelinu þar sem host fjölskyldan hennar á hótelið, samt örugglega einmannalegt að búa svona út í rassgati og enn verra engin discotec.  Helgin í Piñas var bara fín, alltof blaut reyndar þar sem það hætti ekki að rigna, meira að segja nærfötin voru blaut í gegn. Ég held að ég og ein Japönsk stelpa vorum þær einu sem vorum ekki með fleiri frá okkar landi, sem var frekar leiðinlegt - svo margir að hitta vini sína sem þeir höfðu ekki séð lengi. Um kvöldið voru svo allir fullir og með dólgslæti. Þegar við loksins komum á rútustöðina í Guayaquil sótti Monica mig, Sofie og Aukusti frá Finlandi. Við skutluðum Sofie heim en við fórum svo þrjú á McDonald's sem var mjög fínt. Aukusti og Monica urðu strax góðir vinir og Aukusti hættir núna ekki að tala um hvað ég eigi awesome host mömmu, sem er satt.
-Kaþólikkarnir hérna eru sumir svo fyndnir, kennarinn minn í spænsku tímunum í háskólanum er vinkona host mömmu Sofie og einu sinni eftir tíma fórum við allar og fengum okkur Shawarma sem er eitthvað arabískt rosa gott. Og Beatriz og kennarinn byrjuðu eitthvað að kjafta og ég heyri kennarann minn segja; "Heyrðu það var víst skiptinemi hérna í Guayaquil hjá einni vinkonu minni, strákur frá Noregi og hann varð svo rosalega ástfanginn af þjónustustúlkunni sem vann á heimilinu hans. Og honum fannst þetta svo falleg stelpa en öllum öðrum þótti hún svo ófríð en núna eru þau gift og þau giftust hérna í Ecuador. En brúðkaupið var svo rosalega spes þar sem hann er lútherskur en ekki kaþólskur!" Og ég bara já, hann er sem sagt lútherskur eins og ég. Og þá settu þær upp stór augu og voru bara "ertu ekki kaþólsk?!" og ég bara nei og bjóst við einhverju svaka en þá spurði Beatriz mig bara "Já bíddu stundaru þá ekki feng shui mikið ?" Ég átti ekki til eitt aukatekið orð. Mig langaði helst bara til að segja "lít ég út fyrir að stunda feng shui?" En ég og Sofie hlógum í hljóði.
-Ég fór á "date" um daginn, ég hefði betur sleppt því...Það er einn strákur í háskólanum sem ég kynntist þegar ég settist fyrir hliðina á honum eitt kvöldið. Hann var alltaf að bjóða mér út en ég bara nei, yfirleitt segi ég já ef þekki strákinn eða þá að ef hann er vinur einhvers eða svoleiðis en þennan þekkti ég ekkert. En hann var alltaf að spurja og spurja þannig á endanum sagði ég já.  Hann sagðist ætla að ná í mig klukkan 12 og gamli mætti bara á slaginu, stundvísasti Ecuadorinn sem ég hef hitt so far. Hann leyfði mér að velja um Kínverskan mat eða Mexíkanskann - ég hugsaði með mér já einmitt, Ég á pottþétt eftir að vera veik í maganum í viku eftir Mexíkanskann og Kínverskur finnst mér vondur þannig ég sagði Kínverskann. Svo spurði hann eða kannski Sushi ? og ég bara nei ég vil alls ekki sushi! vil frekar kínverskann. Svo keyrðum við eftir götu niðrí bæ með fullt af stöðum og hann bara hey hér er sushi staður, villtu ekki fara hingað? ég bara great, jújú. Ég pantaði mér súpu sem var að einhverjum ástæðum óásættanlegt hans vegna og hann kallaði á þjóninn svona þrisvar til þess að láta mig panta mér eitthvað meira en ég bara no gracias. Greyið strákurinn var svo stressaður allan tímann að það var eiginlega hræðilegt. Eftir matinn fórum við og fengum okkur ís og svo seinna í bíó á mjög leiðinlega mynd og loftkælingin var á svo miklum krafti að hann var að krókna allan tímann, greyið. Það var eiginlega allt misheppnað við þetta. Eftir að hafa verið með honum í 6 tíma var alveg tilbúin til að fara heim,  þetta verður ekki endurtekið.  Sé hann samt alltaf þegar ég fer í háskólann. :) æðislegt. Ég fékk samt fría máltíð, ís og bíóferð ;) 
- Í háskólanum er einn stórfurðulegur strákur. Hann er með skollitað hár og hvíta húð (skrýtið), búttaður, með krullur, og alltaf með fullt af hálsmenum og hringa á öllum puttum, einhverja svona Star Wars hringa.  Að kennarana sögn eru ég og Sofie fyrstu "vinkonur" hans ever og hann er þess vegna bara búinn að eigna sér okkur. Hann talar ALLTAF við okkur þegar hann sér okkur og stundum þykjumst við ekki sjá hann þegar hann stendur nálægt okkur og ég og Sofie erum að tala saman, en þá stendur hann bara, horfandi á okkur og bíður eftir að hann komist að. Og hann hættir ekki að bjóða okkur upp í nemendaastöðuna en hann er víst umsjónarmaður þar.  Hann er alltaf bara já ef þið hafið tíma viljið þið þá ekki heimssækja mig? Hann spyr kannski svona 5 sinnum á dag. Um daginn vorum við líka að tala við einhverja stráka sem við þekkjum smá en svo mætir hann bara, tekur sér stól og sest hjá okkur. Og hann byrjar aftur að spurja hvort við ætlum að heimssækja hann í nemendaaðstöðuna og Sofie bara "JÁ, einn daginn" og þá segir enn strákurinn bara "Haha þær ætla aldrei að heimssækja þessa aðstöðu þína þarna uppi" Satt, við bara getum ekki sagt honum það svona beint út. Haha.  Ég veit ekki alveg hvernig við byrjuðum að tala um latinos en allt í einu heyrist í honum "Við latino strákar erum svo ástríðufullir". Ég og Sofie náðum náttúrulega ekki að halda andlitinu eftir þetta en reyndum að halda niðri hláturskastinu.  Að heyra þetta orð koma frá honum er bara rangt.  Við gerðum okkur upp afsökun að við ætluðum að fara og kaupa okkur kaffi og hann bara "já, góð hugmynd ég skal bjóða ykkur í kaffi" og við bara já nei við ætlum einar, takk samt. Og svo þegar við erum að labba frá honum heyrist í einhverjum öðrum strák sem við höfðum nú tekið eftir vegna fagurs útlits en aldrei talað við og hann kallar svona yfir allt "Hey, stelpur voruð þið ekki á ströndinni um helgina?!" og hann byrjaði eitthvað að tala við okkur meira og Sofie gleymdi náttúrulega allri sinni spænsku akkurat þarna þannig ég sat ein eftir í mjög vandræðalegum aðstæðum. Allir dagar eru vandræðalega skemmtilegir dagar! 
-Þar sem ég er í sumarfríi, tek ég lífinu rólega, fer út í sundlaug, í sólbað, læri spænsku, borða hádegismat alltaf núna með Monicu á daginn og við tökum gott spjall og svo fer ég í háskólann eða geri eitthvað með Sofie, Nicolas kemur líka stundum í heimssókn. Um helgar er ég búin að fara mikið á ströndina fjölskyldunni eða hitta krakkanna úr skólanum, sérstaklega strákana þá, stelpurnar nenna ekkert að tala við okkur. Nema einhverjar sex stelpur úr skólanum eða eitthvað svoleiðis. Ég og Sofie erum líka duglegar að fara út að dansa og svona þegar tækifæri gefst til. Hér er samt farið út að djamma alla daga núna þar sem það er hásumar! Um daginn fórum ég og Sofie með Alfonso heim til eins stráks úr skólanum þar voru tveir aðrir strákar, þetta var einhverskonar stráka hittingur. Ég og Sofie horfðum bara á hvor aðra í byrjun, bara hvað erum við að gera hér. En svo varð þetta voða gaman, við spiluðum og eitthvað svona skemmtilegt.
-Ég á greinilega mikið af karlkyns aðdáendum hérna, þar sem ég er alltaf að fá einhver sms "Hæ ég heiti Carlos/Juan/José og ég veit ekki hvort þú átt kærasta eða ert gift (?) en mér finnst þú svo sæt og mig langar að kynnast þér betur". Ég veit ekki hvernig þeir fá númerið mitt, en allavegna það voru algjör mistök að setja Ekvadoríska símanúmerið mitt á facebook, er búin að taka það útaf núna.  Monica og Ramiro sögðu mér líka um daginn að það væri einhver kall sem keyrir alltaf framhjá húsinu okkar í þeirri von til að sjá mig labba út úr húsinu, þau sögðu mér líka að eiginkonu hans líkar ekki vel við mig, I wonder why. En svo um daginn varð ég eiginlega hrædd. Ég var ein heima, sofandi en ég vaknaði þegar heimasíminn hringdi og ég svaraði en var ennþá frekar sofandi. Og maðurinn í símanum sagðist vera vörður í hverfinu og spurði hvort hann mætti hleypa Enrique inn í hverfið (við þurfum alltaf að gefa leyfi) og ég bara "ha? ég þekki engann Enrique sem ætti að vera að heimssækja mig" Og vörðurinn bara "já en foreldar þínir þekkja þeir hann ekki?" ég bara nei, ég er ein heima. Þannig ég sagðist ætla að hringja í Monicu og spurja hvort hún ætti von á einhverjum og hún bara "nei ég þekki engann með þessu nafni". Vörðurinn hringdi svo aftur og bara "hvað ertu að gera?" "Ertu bara ein heima?" Og svo byrjaði hann að blaðra eitthvað og sagðist þurfa símanúmerið mitt ef verðirnir þyrftu að ná í mig og ég bara vá hvað það er skrýtið en okei meikar kannski sense víst ég bý hérna, þannig ég gaf honum síma númerið mitt. En svo var hann bara "já bíddu ertu að deita einhvern gaur eða áttu kærasta?" og þá var ég bara ok þetta er creepy og skellti á. Og svo bankaði einhver á útidyura hurðina niðri og ég bara FOKK, og fór niður og þá var vörður þarna og hann sagði mér að Monica hafi hringt í verðina og sagt að hún þekki engann Enrique og því eigi ekki að hleypa neinum inn en verðirnir vissu ekkert um hvað hún væri að tala því það var enginn Enrique þarna. Þannig vörðurinn við dyrnar hjá mér spurði hvort hann mætti sjá númerið sem var hringt úr til að gá hvort að þetta hafi verið raunverulega verðirnir, og þegar hann sá númerið var hann bara "nei þetta er ekkert númerið okkar." Þannig ég var bara shiiiiiiiiiitt. Fannst líka mjög skrýtið að vörður væri að spyrja um símanúmerið mitt og hvort ég ætti kærasta. En svo hringdi gaurinn aftur, sem sagt sem var að þykjast vera vörður og þá fannst mér í smá stund að ég væri að tala við Nicolas vin minn en svo var ég bara nei röddin hans er ekki svona. En ég bað gaurinn um að vinsamlegast hætta að hringja í mig. En svo ákvað ég að senda Nicolas sms til að spurja hvort að hann vissi um einhvern sem væri að gera at í mér, og hann bara "já, þetta var ég og frændi minn að djóka í þér", ég bara ertu fáviti ég fékk næstum hjartáfall úr hræðslu. Búin að láta einhvern mann niðrí bæ vita að ég væri ein heima.  En svo gerðist það skrýtna, seinna sama dag fékk ég sms "Hæ, ég er Enrique, ég talaði við þig í síma og mig langar svo að adda þér á facebook" Þannig ég bara uuu Nicolas þetta djók er orðið gamalt en svo næst þegar ég hitti Nicolas þá spurði ég hann útí þetta, hvort að þetta hafi ekki pottþétt verið hann en þá vissi hann ekkert um hvað ég var að tala. Þannig ég skil ekkert í þessu en gaurinn er allavegana hættur að hringja, Guð sé lof.
-CARNAVAL núna, seinustu helgi var Carnaval. Hátíð í Suður Ameríku (Örugglega á Spáni líka) sem er alltaf haldin 40 dögum fyrir Páska.  Flest allir í borginni fóru á ströndina, mín fjölskylda ætlaði til Loja, borg í fjöllunum en svo er einhver frændi hennar Monicu að deyja sem býr þar núna og Monica og Ramiro hata jarðafarir þannig þau vildu ekki hætta á það að hann myndi deyja meðan þau væru þar þannig við ákváðum að skella okkur á ströndina. Við fórum á laugardagsmorgunn, stoppuðum hér og þar og kíktum til Playas sem er ströndin sem skiptinemarnir fóru á þegar ég var veik. Playas er 30 km af strönd, vá! En við keyrðum eftir strandlengjunni en fórum svo í húsið. Foreldrar mínir skutluðu mér til Montañita á Sunnudaginn, svakaleg traffík, það tók okkur ár að komast loksins í bæinn.  Þar var Sigrún frá Íslandi og kærastinn hennar, Gregory en einnig voru 2 aðrar íslenskar stelpur í bænum líka. Þar sem það var Carnaval léku sér allir með vatn, vatnsbyssur, vatnsblöðrur og svona sprey. Guð hvað það var gaman, allir að sprauta á alla og allt crazy. Bara eins og eitt stórt vatnsstríð en samt bregður manni alltaf þegar maður fær bununa í andlitið. Foreldarnir mínir sóttu mig svo um kvöldið og við fórum til Salinas að borða kvöldmat klukkan 2 um nótt ? En í Salinas var þetta líka svakalegt, þar eru háar byggingar og það voru allir bara með bala fullan af vatni að hella á fólkið sem var í sakleysi sínu að labba niðri. En jesús Carnaval er snilld!!! 

Akkurat í dag eru bara 4 mánuðir þangað til að ég komi heim, líður allt svo svakalega hratt! Næstum því sorglegt. En núna er lífið rosalega gott, allt gengur vel, spænskan betri, fjölskyldan æði, grillos farnir og fullt af skemmtilegum hlutum að gerast!


CUENCA! 
P.S Gleymdi að segja, þegar við vorum í Piñas þá drógum við öll borg til þess að fara til í skiptivikunni.  Skiptivikan er vika þar sem við prófum að búa í annari borg, hjá annari fjölskyldu og svona til að upplifa meira. Ég, Sofie, Henry og Aukusti og einhverjir fleiri skemmtilegir drógum CUENCA!! Cuenca á að vera fallegasta borgin í Ecuador, þannig ég get ekki beðið eftir að sjá hana. Hinir sem drógu einhverja smá bæi voru með tárin í augunum að hafa ekki fengið Cuenca (án djóks) en ég og Sofie dönsuðum bara happy dance.


P.S.S Er í freknu keppni við pabba minn, það er næstum impossible að vinna hann en ég meina ég hef 4 mánuði til að ná honum. Hann segir að ég eigi ekki séns! 

En jæja, komið gott, ætla að fara að sofa! Erfiður dagur á morgunn, sundlaug og sólbað.
Lífið er ljúft!

-Stefanía Sjöfn Vignisdóttir Berndsen